Lárus Ársælsson (verkfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Lárus Ársælsson.

Lárus Ársælsson verkfræðingur fæddist 20. ágúst 1962.
Foreldrar hans Ársæll Lárusson frá Skálholti við Urðaveg, rafvirkjameistari, f. 6. nóvember 1939, og kona hans Rósa Martinsdóttir frá Laugarbraut 1, húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 20. apríl 1941.

Börn Rósu og Ársæls:
1. Lárus Ársælsson byggingaverkfræðingur hjá Mannviti, f. 20. ágúst 1962. Kona hans Sveinborg Lára Kristjánsdóttir.
2. Bertha María Ársælsdóttir matvæla- og næringarfræðingur á Landspítanum, f. 3. júní 1964. Maður hennar Kolbeinn Gunnarsson.

Lárus var með foreldrum sínum í æsku, með móður sinni á Laugarbraut 1 og foreldrum sínum við Sóleyjargötu 1 og Urðaveg 31.
Hann varð stúdent í MR 1982, lauk prófi í byggingaverkfræði í HÍ 1986, lauk M.Sc.-prófi í verkfræði í University of Texas at Austin 1988.
Lárus vann hjá byggingadeild Hagvirkis hf. í Hafnarfirði 1988-1989, var verkefnisstjóri hjá gatnamálastjóranum í Rvk 1989-1991, verkfræðingur hjá SH verktökum hf. í Hafnarfirði 1991-1992 og hjá VT teiknistofunni hf. á Akranesi 1992-1994. Hann var verkfræðingur og framkvæmdastjóri Verkfræðiþjónustu Akraness frá 1994.
Lárus var ritstjóri ,, . . upp í vindinn“, blaðs byggingaverkfræðinema 1985, var í fulltrúaráði og skólanefnd Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi frá 1995.
Hann fékk Fullbright styrk frá USIA 1986, Scandinavian-Foundation styrk frá Íslensk-ameríska félaginu 1986.
Þau Sveinbjörg giftu sig 1986, eignuðust tvö börn. (1996).

I. Kona Lárusar, (26. júlí 1986), er Sveinbjörg Lára Kristjánsdóttir, húsfreyja, félagsráðgjafi, f. 15. júní 1965 í Rvk. Foreldrar hennar Kristján Sigfússon kennari í Rvk, f. 7. október 1942, og Guðfinna Inga Guðmundsdóttir húsfreyja, kennari, f. 13. maí 1943 í Rvk, d. 26. febrúar 2019.
Börn þeirra:
2. Inga Þóra Lárusdóttir, f. 7. apríl 1990 í Rvk.
3. Kristín Björk Lárusdóttir, f. 29. júlí 1993 á Akranesi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.