Lára Sturludóttir (Hvassafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Lára Kristín Sturludóttir frá Hvassafelli, húsfreyja fæddist 24. september 1905 á Vestari-Búastöðum og lést 23. maí 1972.
Foreldrar hennar voru Sturla Indriðason verkamaður, sjómaður, f. 19. september 1878 á Vattarnesi við Reyðarfjörð, d. 1. janúar 1945, og kona hans Jórunn Fríður Lárusdóttir frá Búastöðum, húsfreyja, f. 17. apríl 1880, d. 6. október 1959.

Börn Fríðar og Sturlu voru:
1. Lára Kristín Sturludóttir húsfreyja, f. 24. september 1905, d. 23. maí 1972, kona Þorgeirs Frímannssonar kaupmanns.
2. Indíana Björg Sturludóttir, f. í desember 1908, d. 6. febrúar 1909.
3. Indíana Björg Sturludóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1909, d. 15. október 1998, kona Más Frímannssonar bifreiðaeftirlitsmanns í Valhöll,
4. Snorri Sturluson, f. 12. maí 1911, d. 15. september 1911.
5. Jón Alfreð Sturluson, málarameistari í Reykjavík, f. 23. nóvember 1912, d. 31. október 1983, kvæntur Steinunni Jónsdóttur af Akranesi.
6. Jóhann Pétur Júlíus Sturluson, vélameistari í Reykjavík, f. 23. september 1919, síðast á Spáni, d. 15. maí 1997, kvæntur Guðríði Friðriksdóttur frá Þórshöfn.

Lára var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Búastöðum 1910 og 1920, á Hvassafelli.
Þau Þorgeir giftu sig 1925, eignuðust 4 börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hvassafelli við Helgafellsbraut 33, þá í Kaupangi við Vestmannabraut 31, í Vestara-Stakkagerði við Skólaveg 19b og að síðustu á Helgafellsbraut 18.
Þorgeir lést 1963 og Lára Kristín 1972.

I. Maður Láru Kristínar, (24. október 1925), var Þorgeir Frímannsson frá Kvíslarhóli á Tjörnesi, verslunarmaður, síðar kaupmaður, f. 31. maí 1901, d. 26. apríl 1963.
Börn þeirra:
1. Guðrún K. Þorgeirsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1927 í Kaupangi, d. 4. júní 2010.
2. Richard Björgvin Þorgeirsson, f. 4. desember 1928 í Kaupangi, d. 19. janúar 2009.
3. Perla Kristín Þorgeirsdóttir, f. 20. janúar 1933 í Kaupangi, d. 4. maí 2012.
4. Sturla Friðrik Þorgeirsson, f. 25. nóvember 1933 í Kaupangi, d. 23. mars 2016.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.