„Lára Óladóttir (Grafarholti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Ingibjörg Lára Óladóttir. '''Ingibjörg ''Lára'' Óladóttir''' húsfreyja í Reykjavík fæddist 11. júní 1907 á Ól...)
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 8. nóvember 2019 kl. 14:01

Ingibjörg Lára Óladóttir.

Ingibjörg Lára Óladóttir húsfreyja í Reykjavík fæddist 11. júní 1907 á Ólafshúsum og lést 23. febrúar 1984 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Óli Kristinn Jónsson Coghill í Reykjavík, síðar kaupmaður í Kanada, f. 12. janúar 1888, d. 15. ágúst 1939, og Margrét Hróbjartsdóttir, síðar húsfreyja í Grafarholti, f. 15. maí 1881 að Húsum í Ásahreppi, Rang., d. 8. júlí 1964.
Fósturfaðir Láru var Guðlaugur Vigfússon bóndi, formaður, f. 18. ágúst 1864, d. 4. maí 1942.

Lára var með móður sinni í æsku, í Garðhúsum og Grafarholti og enn 1927. Hún var píanóleikari og lék stundum með þöglu kvikmyndunum í Eyjum.
Þau Lárus giftu sig 1930, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu lengst á Grenimel 31.
Lárus Karl lést 1971.

I. Maður Ingibjargar Láru, (1930), var Lárus Karl Lárusson deildarstjóri, fulltrúi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 12. júlí 1899, d. 18. júní 1971. Foreldrar hans voru Lárus Lárusson frá Narfeyri á Skógarströnd, Snæf., barnakennari á Hellissandi, síðar bókari, endurskoðandi og gjaldkeri, gjaldkeri Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1921-dd., f. 10. október 1965, d. 10. júlí 1933, og kona hans var Karólína Jóhanna Sigurðardóttir Hjaltalíns frá Melrakkadal í V-Hún., f. 15. janúar 1866, d. 15. september 1903.
Börn þeirra:
1. Lárus Lárusson aðalbókari í Reykjavík, f. 19. maí 1931, d. 24. janúar 1968. Kona hans Nanna Ísleifsdóttir.
2. Þórir Lárusson rafverktaki í Reykjavík, f. 7. desember 1936. Kona hans Þórunn Árnadóttir.
3. Ingi Guðmundur Lárusson flugmaður, loftsiglingafræðingur, fórst með TF-Hrímfaxa, f. 2. október 1939, d. 14. apríl 1963. Kona hans Álfheiður Óladóttir.
4. Margrét Lárusdóttir húsfreyja í Garðabæ, f. 24. maí 1942. Maður hennar Jóhannes Sverrisson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.