Kristín Þórólfsdóttir (Dalahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 14:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 14:10 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Þórólfsdóttir frá Bryggjum í A-Landeyjum, húsfreyja í Dalahjalli, fæddist 1765 og lést 11. október 1830.
Faðir hennar var Þórólfur bóndi á Bryggjum, f. 1734, dauðfraus „milli fjalls og byggða“ 5. október 1802, Jónsson bónda á Bryggjum, f. um 1695, Þórólfssonar (ætt ókunn).
Kona Jóns Þórólfssonar á Bryggjum og móðir Þórólfs á Bryggjum var Ástríður húsfreyja, f. 1701, Jónsdóttir bónda í Dufþaksholti í Hvolhreppi, f. 1668, Bjarnasonar, og konu hans, Sigríðar húsfreyju, f. 1665, Filippusdóttur.

Móðir Kristínar Þórólfsdóttur og kona Þórólfs var Margrét húsfreyja á Bryggjum, f. 1735, d. 3. mars 1819, Jónsdóttir bónda á Skarfanesi og Járnlaugsstöðum á Landi, f. 1706, d. fyrir 1770, Magnússonar bónda í Hvammi á Landi, f. 1654, Gunnarssonar, og síðari konu Magnúsar í Hvammi, Guðrúnar húsfreyju, f. 1669, Auðunsdóttur.
Móðir Margrétar á Bryggjum og kona Jóns á Skarfanesi var Hólmfríður húsfreyja, f. 1710, á lífi 1776, Árnadóttir bónda á Kvíhúsum í Grindavík, f. 1674, Jónssonar og konu hans, Þorbjargar húsfreyju, f. 1665, Vilhjálmsdóttur.

Kristín var gift húskona í Bakkahjáleigu í A-Landeyjum 1801. Þar var Þorbjörn Jónsson kvæntur vinnumaður og barnið Ástríður Þorbjörnsdóttir eins árs.
Þorbjörn lést 1811.
Við manntal 1816 er Kristín komin í Dalahjall og með henni er barnið Jón Þorbjörnsson fæddur 1801, en Ástríður er ekki á staðnum, heldur niðursetningur í Bakkahjáleigu.

Kristín Þórólfsdóttir var tvígift:
I. Fyrri maður hennar var Þorbjörn Jónsson tómthúsmaður í Dalahjalli, f. 1765, d. 20. febrúar 1811. Hann var vinnumaður í Bakkahjáleigu í A-Landeyjum 1801.
Börn þeirra hér:
1. Ástríður Þorbjörnsdóttir, f. 22. september 1799, d. 29. apríl 1883.
2. Jón Þorbjörnsson í Dalahjalli, f. 1801 í Bakkahjáleigu í A-Landeyjum. Var með móður sinni í Dalahjalli 1816, d. 3. október 1830.
3. Margrét Þorbjörnsdóttir, f. í júní 1802 í Eyjum, dó 8. júní 1802 úr ginklofa, lifði eina viku.
4. Valgerður Þorbjörnsdóttir, f. 10. september 1803 í Eyjum, dó 21. september 1803 úr ginklofa.
5. Andvana barn, f. 17. júlí 1805.
6. Vilhjálmur Þorbjörnsson, f. 20. september 1807 í Eyjum, d. 3. október 1807 úr ginklofa.
7. Andvana barn, jarðað 7. apríl 1809.

II. Síðari maður Kristínar var Jón Þorsteinsson tómthúsmaður í Dalahjalli 1816, f. 1778 í Saurbæ í Skagafirði, d. 2. febrúar 1827.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.