Kristín Kristjánsdóttir (Sólheimum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. september 2017 kl. 17:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. september 2017 kl. 17:02 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Kristjánsdóttir.

Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja á Sólheimum, síðar á Helluvaði á Rangárvöllum, fæddist 30. september 1885 og lést 12. mars 1958.
Foreldrar hennar voru Kristján Fídelíus Jónsson bóndi í Auraseli í Fljótshlíð, f. 23. mars 1857, d. 4. maí 1937, og kona hans Bóel Erlendsdóttir húsfreyja, f. 18. júní 1857, d. 2. september 1936.

Systkini Kristínar í Eyjum voru:
1. Guðleif Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 13. október 1886, d. 22. janúar 1917, gift Gísla Þórðarsyni, f. 5. desember 1877, d. 7. nóvember 1943. Þau fluttust til Eyja frá Stóru-Mörk 1911 með tvö börn, voru í Sandprýði, síðan á Jaðri. Þar voru þau 1916 með 6 börn. Hún lést 1917.
2. Erlendur Kristjánsson smiður á Landamótum, f. 7. desember 1887, d. 11. september 1931, fyrr kvæntur Hansínu Hansdóttur, síðar Geirlaugu Sigurðardóttur húsfreyju, f. 12. febrúar 1891, d. 17. júlí 1963.
3. Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja á Ekru, síðan í Reykjavík, f. 23. júní 1889, d. 8. júní 1960, gift Guðmundi Helgasyni vigtarmanni, bjó síðar með Ágústi Sigurði Ingvarssyni verkstjóra.
4. Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 26. desember 1891, d. 5. október 1970. Barnsfaðir hennar var Árni Sigfússon.
5. Nói Kristjánsson trésmiður, skósmiður á Sólheimum 1920-1922, síðar innheimtumaður í Reykjavík, f. 14. janúar 1894, d. 21. nóvember 1966, kvæntur Önnu Guðbjörgu Jónínu Ágústsdóttur, f. 8. nóvember 1898, d. 7. júni 1980.

Kristín var með fjölskyldu sinni á Voðmúlastöðum og Hallgeirsey í A-Landeyjum og síðan Auraseli í Fljótshlíð í æsku. Þar var hún einnig 1910.
Þau Sigfús giftust 1911. Þau bjuggu í Breiðholti 1912. Kristín var húsfreyja á Sólheimum 1913 með Sigfúsi og barninu Aðalbjörgu Jakobínu. Þau eignuðust Ástu Guðbjörgu 1915, en misstu hana á 1. ári hennar, eignuðust Kristínu Lóreley 1917 og misstu hana einnig á 1. ári. Bóel Sylvía fæddist 1919.
Sigfús maður hennar lést 1921.
Hún bjó ekkja á Sólheimum í lok árs 1921 með börnin tvö, en 1922 var hún þar með Gunnari Erlendssyni „hennar mannsefni“ og þau giftu sig í desember .
Þau bjuggu á Helluvaði 1923-1945, fluttust þá til Reykjavíkur. Kristín lést 1958.

Kristín var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (5. október 1911), var Sigfús Guðlaugsson skósmiður, f. 16. janúar 1878, d. 9. janúar 1921.
Börn þeirra voru:
1. Aðalbjörg Jakobína Sigfúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 20. júní 1912, d. 8. mars 1960. Maður hennar var Sigurður Sveinbjörnsson verkamaður.
2. Ásta Guðbjörg Sigfúsdóttir, f. 12. júlí 1915, d. 21. mars 1916.
3. Kristín Lóreley Sigfúsdóttir, f. 13. desmber 1917, d. 20. ágúst 1918.
4. Bóel Sylvía Sigfúsdóttir, f. 13. júní 1919, d. 12. ágúst 1998. Sambýlismaður hennar var Sigurður Jóhannsson verkamaður.

II. Síðari maður Kristínar, (15. desember 1922), var Gunnar Erlendsson bóndi á Helluvaði á Rangárvöllum, f. 3. júlí 1894, d. 9. maí 1968.
Börn þeirra voru:
5. Margrét Gunnarsdóttir, f. 5. janúar 1923, d. 9. maí 1923.
6. Marvin Jónas Gunnarsson kaupmaður í Reykjavík, f. 24. desember 1924, d. 8. maí 1988, kvæntur Sigríði Þórarinsdóttur húsfreyju.
7. Hildigunnur Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, gift Gunnari Sigurjónssyni málara.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.