Kristín Jónsdóttir (Stakkagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. desember 2017 kl. 13:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. desember 2017 kl. 13:58 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Jónsdóttir vinnukona fæddist 1830 í Álftaveri í V-Skaft. og lést 1. desember 1902.
Móðir hennar var Guðríður húsfreyja í Holti í Álftaveri, f. 1801, Einarsdóttir bónda í Skálmarbæ þar, f. 1773, drukknaði á Stokkseyri 30. apríl 1815, Einarssonar, og konu Einars Einarssonar, Ingveldar húsfreyju, f. 1769, Jónsdóttur.
Faðir Kristínar var líklega Jón Sigurðsson, f. um 1799, d. 1883.

Kristín var í Holti 1835 hjá ekkjunni móður sinni, sem var búandi þar.
Hún kom í fóstur til Sesselju Sigurðardóttur og Jóns Gíslasonar í Stakkagerði 1838 og var skráð fósturbarn þar enn 1845, vinnukona frá 1846 og enn 1851, á Vesturhúsum 1855, á Oddsstöum 1856-1860, á Löndum 1861-1862, í Fagurlyst 1863, á Gjábakka 1864-1866, á Miðhúsum 1867, á Fögruvöllum 1869-1970, í Helgahjalli 1871-1872, í Götu 1875, í Vanangri 1876-1877, í Svaðkoti 1879, í London 1880-1882, á Oddsstöðum 1883-1884, í Uppsölum 1885-1888, á sveit í Kuðungi 1890, í Péturshúsi 1901.
Hún lést í Péturshúsi 1902, ógift.

I. Barnsfaðir hennar var Ögmundur Ögmundsson, þá vinnumaður á Oddsstöðum, f. 29. október 1836, d. 27. nóvember 1909.
Barn þeirra var
1. Gísli Ögmundsson, f. 31. ágúst 1860, d. 22. nóvember 1860 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.