Kristín Eiríksdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. maí 2015 kl. 13:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. maí 2015 kl. 13:45 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Eiríksdóttir frá Vilborgastöðum, húsfreyja á Moldnúpi, Rimakoti og Skálakoti u. Eyjafjöllum, fæddist 1810 í Mýrdal og lést 20. júní 1874 í Skálakoti.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Eiríksson bóndi á Vilborgastöðum, f. 1783, d. 11. desember 1855, og fyrri kona hans Guðrún Runólfsdóttir húsfreyja, f. 1782, d. 19. ágúst 1843.

Kristín var fósturbarn í Sólheimahjáleigu í Mýrdal 1817, fluttist til foreldra sinna í Draumbæ 1820 og var með þeim þar og á Vilborgarstöðum.
Hún eignaðist Guðmund 1831, en missti hann 9 daga gamlan.
Kristín fluttist frá Vilborgarstöðum að Efri-Holtum u. Eyjafjöllum 1832, var vinnukona þar, síðar húsfreyja á Moldnúpi þar.
Þau Sighvatur Magnússon giftust 1832 og 1835 var hún gift vinnukona hjá tengdaforeldrum sínum í Efri-Holtum með Sighvati og barninu Eiríki tveggja ára.
1840 var hún húsfreyja á Moldnúpi u. Eyjafjöllum, þar með Sighvati og börnunum Eiríki og Jóni.
1845 voru þau Sighvatur húsfólk á Moldnúpi með 4 börn sín. Við höfðu bæst Guðrún og Vigfús.
Þau eignuðust Magnús 1847, en hann dó nýfæddur.
Þau Sighvatur voru bændur á Moldnúpi 1850 og 1855, í Rimhúsum u. Eyjafjöllum 1860 og Skálakoti þar 1870.
Kristín lést 1874.

Maður Kristínar, (27. september 1832 ), var Sighvatur Magnússon bóndi í Efri-Holtum, f. 27. október 1809 í Efri-Holtum, d. 12. júlí 1877 í Skálakoti. Foreldrar hans voru Magnús Bjarnason bóndi, f. 6. ágúst 1770, d. 14. janúar 1848, og kona hans Guðrún Sighvatsdóttir húsfreyja, f. 1769, d. 2. september 1858.
Börn þeirra hér:
1. Eiríkur Sighvatsson vinnumaður, f. 8. október 1833, drukknaði 30. mars 1859.
2. Jón Sighvatsson, f. 11. apríl 1836, d. 7. janúar 1860.
3. Guðrún Sighvatsdóttir, f. 13. desember 1840.
4. Vigfús Sighvatsson bóndi, f. 25. nóvember 1843.
5. Magnús Sighvatsson, f. 14. október 1847, d. 20. október 1847.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.