Kristrún Jónsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Kristrún Jónsdóttir.

Kristrún Jónsdóttir húsfreyja, kennari, verslunarmaður fæddist 14. mars 1901 í Skipholti í Hrunamannahreppi, Árn. og lést 20. mars 1980.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá Skipholti í Hrunamannahreppi, bóndi og smiður í Feigsdal í Arnarfirði, járnsmiður í Reykjavík, f. 16. október 1870, d. 17. desember 1955, og kona hans Valdís Jónsdóttir frá Högnastöðum í Reykjadal í Hrunamannahreppi, Árn., f. 14. mars 1875, d. 9. febrúar 1970.

Kristrún var með foreldrum sínum í æsku, í Skipholti, í Feigsdal í Arnarfirði í lok árs 1901 og 1910, í Reykjavík 1920.
Hún tók kennarapróf 1922, nam hannyrðir og teikningu í einkatímum hérlendis og í Danmörku.
Kristrún kenndi hannyrðir í einkatímum, en starfaði annars við verslun í Reykjavík.
Þau Halldór giftu sig 1932, voru barnlaus. Þau bjuggu á Fífilgötu 5 til og með 1938, en voru farin þaðan 1939. Þau skildu og Halldór bjó með Elínu í Barnaskólanum 1939.
Kristrún lést 1980.

I. Maður Kristrúnar, (28. september 1932, skildu), var Halldór Guðjónsson skólastjóri, f. 30. apríl 1895, d. 30. janúar 1997.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.