Kristjana Sigurðardóttir (húsfreyja)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Kristjana Sigurðardóttir.

Kristjana Sigurðardóttir húsfreyja fæddist 5. september 1915 á Seyðisfirði og lést 11. apríl 2016 á Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Guðbjörg Ingveldur Eyjólfsdóttir, f. 27. janúar 1885, d. 2. nóvember 1971 og Sigurður Gunnarsson, f. 6. júní, drukknaði í Stöðvarfirði 19. apríl 1924.
Fósturforeldrar Kristjönu frá tveggja ára aldri hennar voru Guðbjörg Elín Þorleifsdóttir húsfreyja á Lýtingsstöðum, (Vestmannabraut 71), f. 30. janúar 1887 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 8. mars 1952, og maður hennar Guðmundur Guðmundsson pakkhúsmaður þar, f. 11. júní 1872 á Lýtingsstöðum í Holtum, d. 18. desember 1950.

Systkini Guðbjargar Elínar í Eyjum voru:
1. Guðjón Þorleifsson í Fagurhól, f. 6. maí 1881, d. 26. mars 1964.
2. Eyjólfur Elías Þorleifsson bátasmiður, f. 24. janúar 1893, d. 3. apríl 1983.
3. Marta Þorleifsdóttir húsfreyja á Lögbergi, f. 11. júní 1897, d. 6. apríl 1984.

Kristjana ólst upp hjá Guðbjörgu og Guðmundi á Lýtingsstöðum, var með þeim í Reykjavík 1920 og á Lýtingsstöðum 1930 og 1934.
Hún giftist Ingólfi 1940 og bjó með honum og fyrsta barni sínu í Björk, (Vestmannabraut 47) 1940, voru komin á Hásteinsveg 48 1945 og bjuggu þar síðan.
Kristjana eignaðist 7 börn með Ingólfi og vann auk þess við fiskvinnslu, ræstingar og húshjálp.
Ingólfur lést 1968. Hún fluttist til Keflavíkur í Gosinu, vann þar við ræstingar, en fluttist aftur til Eyja 1974 og vann í eldhúsi Sjúkrahússins.
Hún dvaldi að síðustu á Hraunbúðum.
Kristjana lést 2016.

Maður Kristjönu, (25. apríl 1940), var Ingólfur Arnarson Guðmundsson skósmiður, úrsmiður, f. 27. júlí 1909, d. 28. febrúar 1968.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Ingólfsson trésmiður í Keflavík, f. 8. október 1939. Kona hans er Sigríður Karólína Ólafsdóttir.
2. Arnar Valur Ingólfsson járnsmíðameistari, verkstjóri, Hrauntúni 14, f. 14. janúar 1942 á Vestmannabraut 47. Kona hans er Margrét Steinunn Jónsdóttir.
3. Sigurbjörn Ingólfsson, Hólagötu 6, sjómaður, starfsmaður Áhaldahússins, f. 8. maí 1946 á Hásteinsvegi 48. Sambýliskona hans var Ragnhildur Sigurjónsdóttir.
4. Guðbjörg Eygló Ingólfsdóttir, Faxastíg 27, húsfreyja, f. 28. apríl 1949 á Hásteinsvegi 48. Maður hennar er Ólafur M. Aðalsteinsson.
5. Sigurrós Ingólfsdóttir, Búastaðabraut 12, f. 25. nóvember 1950 á Hásteinsvegi 48. Maður hennar er Tómas Njáll Pálsson.
6. Drengur, f. 12. nóvember 1953 á Hásteinsvegi 48, d. 5. desember 1953.
7. Einir Ingólfsson, Brimhólabraut 1, nú í Hafnarfirði, sjómaður, f. 22. desember 1954 á Sjúkrahúsinu. Kona hans var Sigríður Þórhallsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.