Kristjana Sigurðardóttir (húsfreyja)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. mars 2019 kl. 14:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. mars 2019 kl. 14:47 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Kristjana Sigurðardóttir.

Kristjana Sigurðardóttir húsfreyja fæddist 5. september 1915 á Seyðisfirði og lést 11. apríl 2016 á Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Guðbjörg Ingveldur Eyjólfsdóttir, f. 27. janúar 1885, d. 2. nóvember 1971 og Sigurður Gunnarsson, f. 6. júní, drukknaði í Stöðvarfirði 19. apríl 1924.
Fósturforeldrar Kristjönu frá tveggja ára aldri hennar voru Guðbjörg Elín Þorleifsdóttir húsfreyja á Lýtingsstöðum, (Vestmannabraut 71), f. 30. janúar 1887 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 8. mars 1952, og maður hennar Guðmundur Guðmundsson pakkhúsmaður þar, f. 11. júní 1872 á Lýtingsstöðum í Holtum, d. 18. desember 1950.

Systkini Guðbjargar Elínar í Eyjum voru:
1. Guðjón Þorleifsson í Fagurhól, f. 6. maí 1881, d. 26. mars 1964.
2. Eyjólfur Elías Þorleifsson bátasmiður, f. 24. janúar 1893, d. 3. apríl 1983.
3. Marta Þorleifsdóttir húsfreyja á Lögbergi, f. 11. júní 1897, d. 6. apríl 1984.

Kristjana ólst upp hjá Guðbjörgu og Guðmundi á Lýtingsstöðum, var með þeim í Reykjavík 1920 og á Lýtingsstöðum 1930 og 1934.
Hún giftist Ingólfi 1940 og bjó með honum og fyrsta barni sínu í Björk, (Vestmannabraut 47) 1940, voru komin á Hásteinsveg 48 1945 og bjuggu þar síðan.
Kristjana eignaðist 7 börn með Ingólfi og vann auk þess við fiskvinnslu, ræstingar og húshjálp.
Ingólfur lést 1968. Hún fluttist til Keflavíkur í Gosinu, vann þar við ræstingar, en fluttist aftur til Eyja 1974 og vann í eldhúsi Sjúkrahússins.
Hún dvaldi að síðustu á Hraunbúðum.
Kristjana lést 2016.

Maður Kristjönu, (25. apríl 1940), var Ingólfur Arnarson Guðmundsson skósmiður, úrsmiður, f. 27. júlí 1909, d. 28. febrúar 1968.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Ingólfsson trésmiður í Keflavík, f. 8. október 1939. Kona hans er Karólína Ólafsdóttir.
2. Arnar Valur Ingólfsson járnsmíðameistari, verkstjóri, Hrauntúni 14, f. 14. janúar 1942 á Vestmannabraut 47. Kona hans er Margrét Steinunn Jónsdóttir.
3. Sigurbjörn Ingólfsson, Hólagötu 6, sjómaður, starfsmaður Áhaldahússins, f. 8. maí 1946 á Hásteinsvegi 48. Sambýliskona hans var Ragnhildur Sigurjónsdóttir.
4. Guðbjörg Eygló Ingólfsdóttir, Faxastíg 27, húsfreyja, f. 28. apríl 1949 á Hásteinsvegi 48. Maður hennar er Ólafur M. Aðalsteinsson.
5. Sigurrós Ingólfsdóttir, Búastaðabraut 12, f. 25. nóvember 1950 á Hásteinsvegi 48. Maður hennar er Tómas Njáll Pálsson.
6. Drengur, f. 12. nóvember 1953 á Hásteinsvegi 48, d. 5. desember 1953.
7. Einir Ingólfsson, Brimhólabraut 1, nú í Hafnarfirði, sjómaður, f. 22. desember 1954 á Sjúkrahúsinu. Kona hans var Sigríður Þórhallsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.