Kristján Jónsson (Heiðarbrún)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Kristján Jónsson.

Kristján Jónsson á Heiðarbrún húsasmiður fæddist 13. mars 1882 á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð og lést 19. ágúst 1957.
Foreldrar hans voru Jón Erlendsson bóndi og rennismiður, f. 19. júlí 1834, d. 18. mars 1898, og kona hans Margrét Árnadóttir húsfreyja, f. 6. júní 1837, d. 28. júlí 1921.

Systur Kristjáns voru:
1. Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja á Landagötu 18, (Hólnum), f. 12. október 1873, d. 24. ágúst 1933.
2. María Jónsdóttir húsfreyja, f. 20. febrúar 1867, d. 18. ágúst 1958.

Kristján var með foreldrum sínum í æsku. Þegar hann var 18 ára var hann sendur í verið suður með sjó.
Þau Elín fluttust til Eyja 1905, fengu í fyrstu inni í Langa-Hvammi, en við giftingu sína 1907 bjuggu þau á Gilsbakka.
Kristján komst í smíðanám hjá Helga Jónssyni í Steinum, sem þá var nýlega kominn frá námi í Þýskalandi, og Elín varð vinnukona þar.
Fyrsta barn þeirra, Óskar, fæddist á Gilsbakka 1907, en dó í janúar 1908.
Á því ári fæddist annar Óskar. Kristján var sendur upp í Fljótshlíð til að vinna við húsasmíð. Þau fóru með Óskar með sér og Elín dvaldi með hann í Ormskoti. Um haustið hurfu þau til Eyja, en Óskar varð eftir hjá Jónínu móðursystur sinni í Ormskoti.
Þau voru komin á Garðstaði 1909 með tvö börn sín, Óskar og Ólaf Ágúst. Þar eignuðust þau tvö börn, Oddgeir 1911 og andvana stúlku 1912.
Þau áttu hlut í bát og verkuðu þau sinn hlut sjálf.
Þau hófu byggingu Heiðarbrúnar 1913 og voru flutt inn fyrir áramót og þar eignuðust þau öll síðari börn sín.
Kristján varð gjaldþrota í Kreppunni. Bankinn hirti húsið, en þau fengu að búa þar um sinn.
Ólafur sonur þeirra, síðar bæjarstjóri og húsateiknari, var nýkominn frá húsasmíðanámi í Reykjavík. Hann hafði með sér teikningu sína af húsi og hvatti til framkvæmda. Húsið Breiðabólstaður var byggt 1931 með atorku fjölskyldunnar og góðvild vina og iðnaðarmanna.
Húsið var eign Ólafs.
Kristján vann við smíðar. Hann lést 1957, en Elín 1965.

Kona Kristjáns, (16. nóvember 1907), var Elín Oddsdóttir húsfreyja frá Ormskoti í Fljótshlíð, f. 27. janúar 1889 á Teigi í Fljótshlíð, d. 19. mars 1965.
Börn þeirra voru:
1. Óskar Kristjánsson, f. 27. janúar 1907 á Gilsbakka, d. 11. janúar 1908.
2. Óskar Kristjánsson, f. 17. apríl 1908 á Gilsbakka, d. 20. ágúst 1980.
3. Ólafur Ágúst Kristjánsson, f. 12. ágúst 1909 á Garðstöðum, d. 21. apríl 1989.
4. Oddgeir Kristjánsson, f. 16. nóvember 1911, d. 18. febrúar 1966.
5. Andvana stúlka, f. 3. október 1912 á Garðstöðum.
6. Laufey Sigríður Kristjánsdóttir, f. 30. desember 1913 á Heiðarbrún, d. 5. október 1994.
7. Jóna Margrét Kristjánsdóttir, f. 13. janúar 1915 á Heiðarbrún, d. 2. janúar 1971.
8. Friðrik Kristjánsson, f. 11. janúar 1916 á Heiðarbrún, d. 7. júlí 1916.
9. Klara Kristjánsdóttir, f. 8. júlí 1917 á Heiðarbrún, d. 23. janúar 1993.
10. Guðleif Hulda Kristjánsdóttir, f. 22. júlí 1918 á Heiðarbrún, d. 16. desember 1918.
11. Gísli Kristjánsson, f. 17. febrúar 1920 á Heiðarbrún, d. 26. febrúar 1995.
12. Kristbjörg Kristjánsdóttir, f. 8. apríl 1921 á Heiðarbrún, d. 24. nóvember 1999.
13. Haraldur Kristjánsson, f. 22. febrúar 1924 á Heiðarbrún, d. 12. september 2002.
14. Andvana drengur, f. 4. september 1927.
15. Lárus Kristjánsson, f. 28. ágúst 1929 á Heiðarbrún.
Barn Kristjáns með Sylvíu Hansdóttur vinnukonu, verkakonu, f. 13. ágúst 1894, d. 19. mars 1980.
16. Svanur Ingi Kristjánsson verslunarmaður, húsasmíðameistari, f. 9. febrúar 1922, d. 22. nóvember 2005.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjaskinna – Rit Sögufélags Vestmannaeyja - 4. rit. Frásögn úr lífi alþýðufólks í Vestmannaeyjum – um og upp úr síðustu aldamótum. Gísli Kristjánsson. Sögufélag Vestmannaeyja 1988.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.