Kristinn Pálsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Kristinn Pálsson


Kristinn

Kristinn Pálsson fæddist í Þingholti í Vestmannaeyjum 20. ágúst 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. október 2000. Foreldrar hans voru Þórsteina Jóhannsdóttir og Páll Sigurgeir Jónasson.

Á jóladegi árið 1953 kvæntist Kristinn Þóru Magnúsdóttur, hjúkrunarfræðingi frá Tungu í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Halldóra Reyndal og Magnús Bergsson.

Börn Kristins og Þóru eru:

Kristinn lauk hefðbundnu skólanámi í Vestmannaeyjum. Árið 1948 útskrifaðist hann frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Hann stundaði sjómennsku svo til alla sína starfsævi. Hann hóf eigin útgerð 1948 og gerði út til dauðadags. Berg VE-44 keypti hann 1954 en hann var lengst af skipstjóri á honum og var oftast kallaður Kristinn á Berg.

Kristinn rak lengi útgerðarfyrirtækið Bergur ehf. Síðar stofnaði hann útgerðarfyrirtækið Bergur-Huginn ehf. og var framkvæmdarstjóri þess og síðar stjórnarformaður.

Eftir að Kristinn hætti á sjónum, stjórnaði hann fyrirtækjum sínum en tók jafnframt að sér formennsku í Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja, Lífeyrissjóði Vestmannaeyja og var lengi í stjórn Ísfélags Vestmannaeyja.


Heimildir