Kristinn Hjartarson (Hellisholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Kristinn Hjartarson.

Hjörtur Kristinn Hjartarson frá Hellisholti fæddist 17. desember 1921 í Mörk við Hásteinsveg og lést 3. apríl 2012 á hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Hjörtur Magnús Hjartarson sjómaður, verkamaður, f. 7. ágúst 1893 í Miðey í A-Landeyjum, d. 8. október 1978, og kona hans Sólveig Kristjana Hróbjartsdóttir, f. 28. október 1902, d. 15. október 1993.

Börn Hjartar og Solveigar voru:
1. Hjörtur Kristinn Hjartarson vélstjóri, ökukennari, f. 17. desember 1921, d. 3. apríl 2012.
2. Viktoría Klara Hjartardóttir, húsfreyja, f. 29. júní 1924 í Mörk, d. 7. júní 2013.
3. Marta Hjartardóttir húsfreyja, f. 30. júní 1926 í Mörk, d. 17. janúar 2021.
4. Óskar Hjartarson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 29. ágúst 1927, d. 15. desember 2014.
5. María Hjartardóttir, f. 8. desember 1928 í Hellisholti, fórst með Glitfaxa 31. janúar 1951 ásamt Bjarna Gunnarssyni, fimm mánaða syni sínum .
6. Aðalheiður Hjartardóttir húsfreyja, f. 27. apríl 1930 í Hellisholti, d. 12. mars 2012.
7. Björgvin Hafsteinn Hjartarson byggingaverktaki, f. 10. júlí 1932 í Hellisholti.

Föðursystkini Kristins í Eyjum voru:
1. Vigdís Hjartardóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1887, d. 28. febrúar 1972.
2. Reimar Hjartarson pípugerðarmaður, f. 10. janúar 1891, d. 7. júní 1955.

Kristinn var með foreldrum sínum í æsku. Hann tók hið minna vélstjórapróf í Eyjum 1941, stundaði sjómennsku, var vélstjóri á Gottu VE 108 1939-1946, vélstjóri hjá Vinnslustöðinni hf. 1947-1949. Síðar hóf hann störf í Áhaldahúsi Vestmannaeyjabæjar og hafði umsjón með vinnuvélum bæjarins 1950-1962, rak smurstöð og bensínafgreiðslu til margra ára og stundaði ökukennslu. Þá var hann varaslökkviliðsstjóri 1963-1966.
Þau Jóhanna bjuggu í fyrstu í Hellisholti, síðan í Fagranesi við Hásteinsveg 34, en byggðu síðan Lyngholt við Illugagötu og húsið Hátún við Hátún.
Þau fluttust til Kópavogs 1966. Eftir það nam Kristinn símsmíði og vann í mörg ár við að setja upp sjálfvirkar símstöðvar fyrir Póst og síma víða um land, var deildarverkstjóri í Reykjavík 1966-1991.
Hann lést í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi 2012.

Kona Kristins var Jóhanna Ketilríður Arnórsdóttir húsfreyja frá Ísafirði, f. 24. júlí 1925.
Börn þeirra:
1. Hjörtur Viðar Kristinsson verktaki, síðast í Kópavogi, f. 15. febrúar 1944 í Hellisholti, d. 3. september 1989.
2. María Sólveig Hjartardóttir , f. 26. mars 1946 í Fagranesi.
3. Arndís Kristjana Hjartardóttir , f. 29. maí 1949 í Hellisholti.
4. Eydís Ósk Hjartardóttir, f. 9. desember 1953 í Lyngholti.
5. Kristín Gyðríður Hjartardóttir, f. 3. nóvember 1958 á Sjúkrahúsinu.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 12. apríl 2012. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.