Kristinn Bjarnason (Gafli)

From Heimaslóð
Revision as of 17:26, 26 May 2016 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Kristinn Bjarnason frá Neðra-Sýruparti á Akranesi, hagyrðingur, bóndi í Húnavatnssýslu, bifreiðastjóri í Eyjum, bóndi í Borgarholti í Biskupstungum, síðast verkamaður í Reykjavík fæddist 19. mars 1892 í Neðsta-Sýruparti á Akranesi og lést 12. júlí 1968.
Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson bóndi á Neðri-Sýruparti og Efstabæ á Akranesi, síðan í Kárdalstungu í Vatnsdal, f. 25. nóvember 1859 í Tangabúð á Akranesi, d. 9. október 1936, og kona Bjarna Sigríður Hjálmarsdóttir frá Haugsnesi í Skagafirði, húsfreyja, f. 4. janúar 1861, d. 24. janúar 1918.
Fósturforeldrar Kristins voru Sigurlaug Guðmundsdóttir húsfreyja og Guðmundur Ólafsson bóndi og alþingismaður í Ási í Vatnsdal.

Bróðir Kristins var Valdimar Bjarnason skipstjóri í Eyjum, f. 17. mars 1894, d. 17. febrúar 1970.

Kristinn var vinnumaður í Ási í Vatnsdal 1910 og þar var Helga Ingibjörg vinnukona, bóndi í Gafli í Víðidal í V-Hún. Hann var bóndi í Þingeyraseli í Sveinsstaðahreppi í A-Hún. 1920.
Kristinn og Kristín voru bændur í Gafli í Víðidal, síðan í Þingeyrarseli í Sveinsstaðahreppi í A-Húnavatnssýslu, bjuggu þar 1920.
Þau fluttust til Eyja með börn sín, eignuðust Sigríði Ingibjörgu 1925 og fluttust að Blönduósi.
Þau slitu samvistir og Kristinn fluttist aftur til Eyja.
Hann var bílstjóri 1927 og bjó á Grund, þar með Guðfinnu og Jóhönnu móður hennar.
Guðfinna var bústýra hans á Grund 1930 með barn þeirra Jóhönnu Árveigu. Þau bjuggu í Hjarðarholti 1934 með Jóhönnu og Bergþóru.
Þau dvöldu í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu um tveggja ára skeið 1931-1933, eignuðust Bergþóru Gunnbjörtu á Síðu í Refasveit í A-Hún. 1933.
Þá fluttust þau aftur til Eyja, eignuðust Hrafnhildi og Guðlaugu Ásrúnu í Hjarðarholti. Þau fluttust 1940 að Borgarholti í Biskupstungum, byggðu þar upp og bjuggu til 1951, en síðan í Reykjavík.
Kristinn lést 1968 og Guðfinna 1990.

I. Barnsmóðir Kristins var Helga Ingibjörg Benediktsdóttir, þá vinnukona í Ási í Vatnsdal, f. 11. september 1890, d. 27. október 1925.
Barn þeirra var
1. Ásgrímur Kristinsson bóndi í Ásbrekku í Vatnsdal, f. 29. desember 1911 í Ási, d. 20. ágúst 1988 í Reykjavík.

II. Kona Kristins, (8. júní 1912, skildu), var Kristín Guðbjörg Sölvadóttir húsfreyja, f. 1. mars 1885, d. 17. október 1950.
Börn þeirra:
2. Ásdís Kristinsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 22. júlí 1912, d. 7. ágúst 1991.
3. Gunnar Kristinsson fangavörður, f. 23. september 1913, d. 11. janúar 1982.
4. Bjarni Kristinsson húsmaður á Kornsá í Vatnsdal og bóndi á Stöðlum í Ölfusi, f. 28. apríl 1915, d. 18. febrúar 1982.
5. Aðalheiður Jóhanna Kristinsdóttir vinnukona, f. 18. maí 1916, d. 11. nóvember 2014.
6. Benedikt Ragnar Kristinsson sjómaður, búsettur í S-Afríku, f. 13. mars 1921, d. 15. ágúst 2000.
7. Sigríður Ingibjörg Kristinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 24. apríl 1925, d. 17. september 2008.

III. Sambýliskona Kristins var Guðfinna Ástdís Árnadóttir húsfreyja, f. 19. nóvenmber 1903, d. 5. október 1990.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Árveig Kristinsdóttir, f. 14. desember 1929 á Grund. Maður hennar var Jón Óli Þorláksson, f. 15. maí 1924, d. 2. febrúar 1982.
2. Bergþóra Gunnbjört Kristinsdóttir, f. 17. febrúar 1933 á Síðu í Refasveit í A-Hún., d. 22. maí 2012. Maður hennar var Benedikt Bjarni Kristjánsson, f. 26. september 1935, d. 7. maí 2009.
3. Hrafnhildur Kristinsdóttir, f. 22. mars 1935 í Hjarðarholti, gift Sigurði Axelssyni, f. 29. júlí 1932.
4. Guðlaug Ásrún Kristinsdóttir, f. 11. júlí 1936 í Hjarðarholti, d. 15. júní 1998, var gift Rósant Hjörleifssyni, f. 21. ágúst 1933.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 12. október 1990. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.