Kristbjörg VE 112

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Árið 1907 kom mótorbáturinn Kristbjörg VE 112 til Vestmannaeyja . Hún var 8,56 tonn að stærð, með 8 hestafla Danvél, súðbyrt og smíðuð úr eik í Frederikssundi í Danmörku 1906. Eigendurnir voru fimm og átti hver um sig 1/5 hlut og voru:

Formaður var Magnús á Felli sem var með bátinn í 10 vertíðir. Árið 1912 var sett í bátinn 10 hestafla Scandíaveĺ sem mun hafa verið fyrsta tvígengisvél sem sett var í bát í Vestmannaeyjum. Kristbjörg var gerð út frá Eyjum í 22 vertíðir og var sérstök happafleyta en var síðan seld til Siglufjarðar.

Árið 1907 telst vera fyrsta vélbátavertíðin í Vestmannaeyjum, um 22 vélbátar voru þá gerðir út og eigendur þeirra voru um 119. Með þessu hófst hin mesta sjósókn sem sögur fara af. Var hinum litlu og veikbyggðu vélbátum ofboðið. Leiddi það til stórfelldra slysa, sem hvíldu á byggðarlaginu eins og mara um margra ára skeið.


Heimildir