Kristbjörg Sigjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Kristbjörg Sigjónsdóttir.

Kristbjörg Sigjónsdóttir húsfreyja og hjúkrunarfræðingur fæddist 26. maí 1925 í Héðinshöfða og lést 5. desember 2017.
Foreldrar hennar voru Sigjón Halldórsson vélstjóri og trésmiður frá Bakka á Mýrum í A-Skaft., f. 31. júlí 1888, d. 19. apríl 1931 og kona hans Sigrún Runólfsdóttir frá Króki í Flóa, húsfreyja, f. 26. maí 1889, d. 11. ágúst 1991.

Börn Sigjóns og Sigrúnar:
1. Þórunn Aðalheiður Sigjónsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1913 á Skaftafelli, d. 25. júlí 1998. Maður hennar var Svavar Þórðarson.
2. Bragi Sigjónsson vélstjóri, f. 27. júní 1914 á Skaftafelli, d. 25. september 1985. Kona hans var Rósa (Rósamunda) Einarsdóttir frá Seyðisfirði.
3. Sigurjón Sigjónsson, f. 16. ágúst 1915 á Eyjarhólum, d. 31. maí 1916.
4. Jón Garðar Sigjónsson vélstjóri, útgerðarmaður, hafnsögumaður á Höfn í Hornafirði, f. 18. október 1916 á Lögbergi, d. 15. febrúar 2006. Kona hans var Guðfinna Bjarnadóttir.
5. Tryggvi Sigjónsson útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði, f. 10. apríl 1918 á Lögbergi, d. 26. janúar 2000. Kona hans var Herdís Ragna Clausen.
6. Þórhallur Sigjónsson vörubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 11. maí 1919 á Lögbergi, d. 17. júlí 1993. Kona hans var Ólöf Hannesdóttir.
7. Friðrik Sigjónsson, f. 22. október 1920 í Héðinshöfða, drukknaði 23. desember 1944.
8. Halldór Sigjónsson, f. 31. desember 1922, d. 25. júní 1930.
9. Guðríður Sigjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. febrúar 1924 í Héðinshöfða, d. 31. ágúst 1987. Maður hennar var Jón Karlsson.
10. Kristbjörg Sigjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, húsfreyja í Reykjavík, f. 26. maí 1925 í Héðinshöfða. Maður hennar var Gísli Tómasson.
11. Gústaf Sigjónsson vélstjóri, skipstjóri, bifreiðstjóri, f. 22. janúar 1927 í Héðinshöfða. Kona hans er Guðbjörg Halldóra Einarsdóttir.
12. Guðmundur Sigjónsson vélvirki í Eyjum, f. 22. mars 1928 í Héðinshöfða, d. 7. nóvember 2009. Kona hans var Jónína Þuríður Guðnadóttir.

Faðir Kristbjargar lést, er hún var 6 ára. Hún var með móður sinni í Sjávargötu 1940 og á Heiðarvegi 11 1949.
Kristbjörg nam við Iðnskólann í Eyjum 1939-1941, lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands í marz 1952.
Hún var hjúkrunarfræðingur við Kleppsspítalann, Sjúkrahús Hvítabandsins og Sjúkrahús Sólheima á árabilinu 1952-1959.
Hún giftist Gísla 1953, eignaðist Sigrúnu 1953, Tómas 1956 og Gísla Friðrik 1960.
Kristbjörg lést 2017.

Maður Kristbjargar, (28. febrúar 1953), var Gísli Tómasson framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 19. júlí 1927, d. 20. apríl 1998. Foreldrar hans voru Tómas Gíslason bókhaldari og kaupmaður á Sauðárkróki, f. 21. október 1876, d. 12. október 1950, og kona hans Elínborg Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1886, d. 23. júlí 1975.
Börn þeirra:
1. Sigrún Gísladóttir hjúkrunarfræðingur, f. 6. september 1953. Maður hennar Hörður Geirlaugsson.
2. Tómas Gíslason, f. 11. ágúst 1956. Kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir.
3. Gísli Friðrik Gíslason, f. 8. júní 1960. Kona hans Birgit W. Hansen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Morgunblaðið 28. apríl 1998. Minning Gísla.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.