Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristbjörg Oddný Þórðardóttir.

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir frá Reykjavík, húsfreyja, umsjónarmaður fæddist þar 9. október 1975 og lést 4. janúar 1999.
Foreldrar hennar voru Þórður Karlsson húsasmíðameistari, starfsstöðvarstjóri, f. 2. september 1949, og kona hans Þórsteina Pálsdóttir frá Þingholti við Heimagötu 2, húsfreyja, f. þar 22. desember 1942, d. 4. ágúst 2023.

I. Barn Þórsteinu og Árna Sigurbjörnssonar:
1. Sigurbjörn Árnason, f. 3. maí 1962 í Eyjum. Kona hans er Edda Ingibjörg Daníelsdóttir.
II. Barn Þórsteinu og Baldvins Baldvinssonar:
2. Baldvin Þór Baldvinsson, f. 18. maí 1968, d. 8. desember 1970.
III. Börn Þórsteinu og Þórðar:
3. Kristbjörg Oddný Þórðardóttir húsfreyja á Áshamri 63, f. 9. október 1975 í Reykjavík, d. 4. janúar 1999. Maður hennar er Arnar Richardsson.
4. Þórdís Þórðardóttir húsfreyja í Garðabæ, kennari, flugfreyja, f. 18. maí 1977 í Eyjum. Maður hennar er Hörður Már Þorvaldsson.
5. Eyþór Þórðarson vélstjóri, Bröttugötu 31, f. 22. júlí 1981. Sambýliskona er Andrea Kjartansdóttir.

Kristbjörg varð stúdent í Framhaldsskólanum í Eyjum í desember 1994.
Hún þjálfaði börn og unglinga hjá Fimleikafélaginu Rán. Síðasta ár sitt var hún umsjónarmaður bókasafnsins í Hamarsskólanum í Eyjum.
Þau Arnar bjuggu saman, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Áshamar.
Kristbjörg lést 1999.

I. Sambúðarmaður Kristbjargar er Arnar Richardsson, rekstrarfræðingur, f. 23. október 1973.
Börn þeirra:
1. Bertha María Arnarsdóttir, f. 23. júlí 1995.
2. Stúlka, f. 3. janúar 1999.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.