Kristín María Sigurðardóttir (Vatnsdal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. nóvember 2016 kl. 12:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. nóvember 2016 kl. 12:33 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristín María Sigurðardóttir húsfreyja í Vatnsdal fæddist 18. ágúst 1915 í Sumarliðabæ í Holtum og lést 18. ágúst 1943.
Foreldrar hennar voru Sigurður Þórðarson bóndi, f. 4. apríl 1866 í Neðri-Sumarliðabæ, d. 9. febrúar 1916 þar, og kona hans Guðrún Þórðardóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1879 í Gíslholti þar, d. 15. desember 1948.
Fósturforeldrar hennar voru Gunnar Oddsson bóndi í Hvammi í Holtum, f. 22. febrúar 1858 í Hvammi, d. 29. október 1934 og kona hans Guðfinna Bárðardóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1862 í Efra-Seli í Landsveit, d. 16. nóvember 1941.

Kristín missti föður sinn, er hún var á fyrsta ári. Hún var fóstruð í Hvammi í Holtum, var þar 1930.
Þau Konráð giftu sig 1936, bjuggu á Hámundarstöðum í Eyjafirði 1937, á Sauðárkróki 1938.
Þau fluttust til Eyja og bjuggu í Vatnsdal 1940 og 1941.
Þau voru í Vatnsdal 1940 með tvö börn sín, eignuðust tvö börn í dvöl sinni þar, 1940 og 1941.
Þau fluttust til Hafnarfjarðar.
Kristín María fæddi eitt barn 1943, lést rúmum tveim mánuðum síðar.

Maður Kristínar Maríu, (1936), var Konráð Þorsteinsson verkamaður, sjómaður, pípulagningameistari, skólastjóri, f. 26. mars 1914, síðast í Reykjavík, d. 8. október 1973.
Börn þeirra:
1. Jóhannes Erik Konráðsson, f. 13. nóvember 1937 á Litlu-Hámundarstöðum, Árskógsströnd, Eyjaf.
2. Lóa Karen Konráðsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 23. desember 1938 á Sauðárkróki, d. 24. júlí 1998.
3. Leví William Konráðsson, f. 24. júlí 1940 á Landagötu 30, (Vatnsdal).
4. Þorsteinn Valgeir Konráðsson, f. 22. október 1941 á Landagötu 30.
5. Guðrún María Sigríður Skúladóttir (Konráðsdóttir), f. 14. júní 1943.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 31. júlí 1998. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.