Kristín Magnúsdóttir (mormóni)

From Heimaslóð
Revision as of 12:35, 3 February 2016 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Kristín Magnúsdóttir (mormóni)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Kristín Magnúsdóttir frá Bakkakoti á Rangárvöllum, vinnukona fæddist 4. september 1819 og var á lífi 1865.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson bóndi í Bakkakoti, Rimahúsum u. Eyjafjöllum, Núpi þar og Sitjanda, f. 1780 í Gerðum í V-Landeyjum, d. 8. nóvember 1848 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, og fyrsta kona hans Elín Þorleifsdóttir húsfreyja frá Oddsparti í Þykkvabæ í Djúpárhreppi, f. 1781, d. 29. maí 1824.

Bróðir Kristínar var Pétur Magnússon bóndi í Norðurgarði, f. 29. ágúst 1820, d. 1. október 1850. Hann var fyrri maður Vilborgar Guðmundsdóttur, síðar húsfreyju í Dölum, kona Guðna Guðnasonar.

Kristín var 16 ára með foreldrum sínum í Rimahúsum u. Eyjafjöllum 1835, vinnukona á Eyvindarhólum þar 1840, í Steinum þar 1845, í Háagarði 1850. Hún fluttist frá ,,Austurlandi‘‘ að Oddsstöðum 1852, var þar vinnukona 1853, hjá Magnúsi Bjarnasyni og Þuríði Magnúsdóttur í Helgahjalli 1854-1856.
Hún fór frá Eyjum í 20 manna hópi til Utah samkv. skráningu prestsins 1857. Þar voru m.a.
1. Magnús og
2. Þuríður frá Helgahjalli með
3. Dóttur þeirra Kristínu eins árs,
4. Loftur Jónsson og fjölskylda hans,
5. Guðný Erasmusdóttir ekkja, síðar viðbótarkona Magnúsar í Helgahjalli,
6. Vigdís Björnsdóttir,
7. Kristín Magnúsdóttir,
8. Karítas Jónsdóttir,
9. Anna Guðlaugsdóttir.
Auk þess er talin meðal Ameríkufara Ingunn Larsdóttir, en hún mun hafa haldið til Danmerkur, er til Englands kom.
Kristínar Magnúsdóttur er getið í bréfi Lofts Jónssonar 1862.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • The Icelanders in Utah. La Nora Allred.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.