Kristín Jónsdóttir (Lambhaga)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Kristín Jónsdóttir.

Kristín Jónsdóttir í Lambhaga, húsfreyja fæddist 24. maí 1891 í Einholti á Mýrum í A-Skaft. og lést 16. júní 1981.
Foreldrar hennar voru Jón Brynjólfsson bóndi og sjómaður í Dalaborg (Dölum) og á Krossi í Mjóafirði eystra, f. 10. maí 1864 á Hólmi á Mýrum í A-Skaft., fórst í fiskiróðri með bátnum Ölfu frá Mjóafirði 3. október 1919, og kona hans Stefanía Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. september 1864, d. 9. október 1939.

Systir Kristínar var
1. Vilborg Jónsdóttir húsfreyja í Götu, f. 24. apríl 1889 í Einholti á Mýrum, d. 19. mars 1949.

Kristín var með foreldrum sínum í Dalaborg (Dölum) í Mjóafirði eystra 1901, var vinnukona á Borgareyri þar 1910.
Hún var í Búðarhólshjáleigu í Landeyjum 1916, er hún fluttist með Þorsteini þaðan til Eyja. Þau bjuggu saman eftir það, bjuggu á Strönd 1920, í Lambhaga 1930.
Þau Kristín eignuðust þrjú börn.
Þorsteinn lést 1937.
Kristín bjó í Hjálmholti með Guðbjörgu dóttur sinni 1949. Hún fluttist til Reykjavíkur.
Kristín lést 1981.

Sambýlismaður Kristínar var Þorsteinn Þorsteinsson útgerðarmaður, verkamaður í Lambhaga, f. 16. júní 1893, d. 14. september 1937.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja á Bessastöðum á Álftanesi, f. 10. apríl 1921 á Strönd, d. 20. október 2009.
2. Þórarinn Þorsteinsson kaupmaður í Turninum, f. 29. júlí 1923, d. 26. febrúar 1984.
3. Þorsteinn Guðbjörn Þorsteinsson vélstjóri, f. 17. janúar 1927, d. 1. mars 2008.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.