Kristín Jónsdóttir (Háagarði)

From Heimaslóð
Revision as of 21:09, 29 June 2015 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Kristín Jónsdóttir vinnukona frá Stóra-Gerði fæddist 24. september 1861 í Háagarði og lést 24. maí 1907.
Foreldrar hennar voru Jón Magnússon sjávarbóndi í Stóra-Gerði, f. 22. mars 1823, d. 9. nóvember 1907 og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. október 1824, d. 3. júlí 1902.

Kristín var með foreldrum sínum í Háagarði í frumbernsku, í Stóra-Gerði 1870, Kirkjubæ 1877, vinnukona á Gjábakka 1880, vinnukona í Gvendarhúsi 1890 og 1901.
Hún lést 1907.

I. Barnsfaðir Kristínar var Hjálmar Ísaksson, f. 7. september 1860, d. 3. október 1929.
Barn þeirra var
1. Jóhanna Hjálmarsdóttir, f. 23. september 1884, d. 31. maí 1912.

II. Barnsfaðir hennar var Bjarni Þorsteinsson, þá kvæntur vinnumaður í Gvendarhúsi, f. 1. nóvember 1841, d. 8. september 1930.
Barn þeirra var
2. Jónína Bjarnadóttir húsfreyja í Gvendarhúsi , f. 31. maí 1889, d. 4. mars 1912. Hún var fyrri kona Valdimars Árnasonar, síðar í Sigtúni, f. 13. júlí 1885, d. 4. ágúst 1965.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.