Kristín Guðmundsdóttir (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. júlí 2019 kl. 14:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júlí 2019 kl. 14:07 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja í Þorlaugargerði fæddist 4. maí 1841 á Búðarhóli í A-Landeyjum og lést 13. apríl 1881.

Faðir Kristínar var Guðmundur bóndi á Búðarhóli, f. 1787 í Miðey þar, d. 1. október 1853, Magnússon bónda á Búðarhóli, f. í Vatnsdalskoti í Fljótshlíð, skírður 22. október þ.á., d. 26. júní 1839 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, Jónssonar bónda í Vatnsdalskoti, f. 1730, Magnússonar og konu Jóns, Signýjar húsfreyju, f. 1734, d. 1. maí 1811, Brandsdóttur.
Móðir Guðmundar á Búðarhóli og fyrri kona Magnúsar á Búðarhóli var Kristín húsfreyja, f. 1755 á Hvoli í Fljótshverfi, V-Skaft., Árnadóttir bónda á Hvoli, f. 1724, d. 29. júlí 1784, Hávarðssonar, og konu Árna, Ragnhildar húsfreyju, f. 1725, d. 1784. Jónsdóttur.

Guðmundur bóndi á Búðarhóli, faðir Kristínar Guðmundsdóttur í Þorlaugargerði ættmóður Oddsstaðasystkina eldri og Guðmundur bóndi á Skíðbakka í A-Landeyjum, faðir Einars á Steinsstöðum, Guðmundar á Kirkjubæ og Sæmundar á Vilborgarstöðum voru albræður.

Móðir Kristínar í Þorlaugargerði og síðari kona Guðmundar á Búðarhóli var Kristín húsfreyja , f. 3. apríl 1801 á Eystri-Klasbarða í V-Landeyjum, d. 11. maí 1879 á Búðarhóli, Jónsdóttir bónda í Sigluvík í V-Landeyjum, f. 1761, d. 1833, Sigurðssonar bónda í Borgartúni í Holtum, f. 28. apríl 1720, d. 19. maí 1804 í Hala þar, Þórðarsonar, og konu Sigurðar í Borgartúni, Guðrúnar húsfreyju, f. 1727, d. 30. september 1807 í Hala, Jónsdóttur.
Móðir Kristínar á Búðarhóli og kona Jóns í Sigluvík var Margrét húsfreyja, f. 1762, d. 3. maí 1831, Ormsdóttir bónda á Skúmsstöðum í V-Landeyjum, f. 1727, d. 7. september 1791, Guðmundssonar, og konu Orms, Þuríðar húsfreyju, f. 1730, d. 28. maí 1803, Ólafsdóttur.

Kristín var ógift hjá foreldrum sínum á Búðarhóli 1850, með búandi ekkjunni móður sinni þar 1860 og 1870. 1870 voru börn hennar þar, Guðmundur 4 ára og Jón tveggja ára. Pétur var þá vinnumaður í Gvendarhúsi.
Hún var húsfreyja í Þorlaugargerði 1880 með Pétri og börnunum Jóni, Marteu Guðlaugu og Kristínu.
Kristín lést 1881 af barnsförum.

Maður Kristínar var Pétur Benediktsson bóndi í Þorlaugargerði f. 12. febrúar 1841, d. 16. október 1921.
Börn þeirra hér:
1. Guðmundur Pétursson sjómaður í Grindavík, f. 20. janúar 1866, fórst í sjó 31. október 1900. Hann var tökubarn hjá ekkjunni móðurmóður sinni á Búðarhóli 1870. Þar var móðir hans Kristín, ógift vinnukona. Þess má geta, að sonur Guðmundar var Magnús faðir Guðmundar föður þeirra Magnúsar Tuma prófessors í jarðeðlisfræði og Más seðlabankastjóra.
2. Jón Pétursson bóndi og smiður í Þorlaugargerði, f. 21. júlí 1868, d. 18. júní 1932. Hann var tökubarn hjá ekkjunni móðurmóður sinni á Búðarhóli 1870. Þar var móðir hans Kristín, ógift vinnukona..
3. Kristín Pétursdóttir, f. 17. nóvember 1875, d. 23. nóvember 1875 úr „barnaveiki“.
4. Martea Guðlaug Pétursdóttir, f. 1. mars 1876, d. 24. júní 1921, fyrri kona Guðjóns á Oddsstöðum.
5. Kristín Magnúsína Pétursdóttir verkakona, húsfreyja á Brekku 1910, f. 6. ágúst 1879, d. 10. október 1924.
6. Kristín Pétursdóttir, f. 9. apríl 1881, d. 10. júní 1881 úr „barnaveikindum“. Móðir hennar dó af þessum barnsförum 13. apríl 1881.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.