Kristín Elín Gísladóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Elín Gísladóttir húsfreyja, verslunarmaður, bankastarfsmaður, útgerðarmaður fæddist 26. nóvember 1947 að Heimagötu 15.
Foreldrar hennar voru Magnús Gísli Gíslason stórkaupmaður, f. 22. nóvember 1917, d. 9. október 1980, og kona hans Guðrún Vigdís Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1917, d. 7. janúar 2009.

Börn Guðrúnar og Gísla:
1. Haraldur Sveinbjörn Gíslason framkvæmdastjóri, f. 25. febrúar 1942 að Heimagötu 1. Kona hans Ólöf Auðbjörg Óskarsdóttir.
2. Rannveig Vigdís Gísladóttir, f. 27. janúar 1946 að Heimagötu 15. Maður hennar Hjörtur Hermannsson.
3. Kristín Elín Gísladóttir, f. 26. nóvember 1947 að Heimagötu 15. Maður hennar Gunnlaugur Ólafsson.
4. Helga Gísladóttir, f. 18. september 1951 að Heimagötu 15. Maður hennar Geir Sigurlásson.

Kristín var með foreldrum sínum.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum.
Kristín vann verslunarstörf og síðan var hún starfsmaður Útvegsbanka Íslands í Eyjum.
Þau Gunnlaugur áttu og ráku útgerð Gands VE.
Þau Gunnlaugur giftu sig 1969, eignuðust þrjú börn og Gunnlaugur átti áður eitt barn. Þau bjuggu við Búastaðabraut 4 við Gosið 1973, síðar við Dverghamar 35 og síðast við Litlagerði 19.
Gunnlaugur lést 2005.

I. Maður Kristínar Elínar, (1968), var Gunnlaugur Ólafsson útgerðarmaður, skipstjóri, f. 6. ágúst 1946, d. 16. apríl 2005.
Börn þeirra:
1. Guðrún Svava Gunnlaugsdóttir sjúkraliði, snyrtifræðingur, f. 15. desember 1968. Maður hennar Einar Guttormsson Einarssonar.
2. Ellý Rannveig Gunnlaugsdóttir leikskólakennari, skrifstofumaður, f. 7. júní 1971.
3. Ólöf Elín Gunnlaugsdóttir tískumarkaðsfræðingur, f. 15. mars 1978. Maður hennar Stefán Már Stefánsson.
Barn Gunnlaugs með Lilju Sigurgeirsdóttur:
4. Hulda Björk Gunnlaugsdóttir, f. 29. ágúst 1966.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.