Kristín Einarsdóttir (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. janúar 2016 kl. 14:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. janúar 2016 kl. 14:24 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Kristín Einarsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja Vestanhafs fæddist 6. nóvember 1855 á Loftsölum í Mýrdal og lést 26. október 1891 í Utah.
Foreldrar hennar voru Einar Jónsson bóndi á Loftsölum, f. 1790, d. 9. júlí 1859 á Loftsölum, og kona hans Kristín Árnadóttir húsfreyja, f. 10. september 1815 í Hrífunesi í Skaftártungu, var á lífi 1873.

Bróðir Kristínar var Vigfús Einarsson á Miðhúsum.

Kristín var með foreldrum sínum á Loftsölum til 1859, er faðir hennar lést, síðan með móður sinni þar til 1860 og henni og Jakobi Sigurðssyni stjúpa sínum til 1862.
Hún var með móður sinni á Skagnesi í Mýrdal 1862-1863, í Holti þar frá 1863-1867, er hún fluttist til Vigfúsar bróður síns á Miðhúsum, 12 ára.
Hún ólst síðan upp hjá Vigfúsi og Guðrúnu Guðmundsdóttur næstu árin, var vinnukona hjá þeim 1872 og 1873, í Helgahjalli 1874-1876, hjá Vigfúsi bróður sínum á Miðhúsum 1877 og 1878, á Löndum 1880 og 1881, en á því ári fluttist hún til Utah.
Hún fæddi 5 börn í hjónabandi sínu, en dó úr barnsfararsótt.

Maður Kristínar, (17. nóvember 1881), var Michael Christian Christensen. Þau eignuðust 5 börn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • The Icelanders in Utah. La Nora Allsted.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.