Kristín Björnsdóttir (Smiðjunni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Kristín Björnsdóttir húsfreyja í Smiðjunni fæddist 8. júní 1825 í Eyjum og lést 7. febrúar 1860.
Foreldrar hennar voru Björn Björnsson bóndi í Árbæjarhjáleigu í Holtum, síðar tómthúsmaður á Vilborgarstöðum, í Ólafshúsum og í Björnshjalli, f. 1776, d. í Eyjum 12. júní 1843, og síðari kona Björns Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1787, d. 10. júlí 1852.

Kristín var 15 ára fósturbarn á Vilborgarstöðum 1840, þjónustustúlka þar 1845. Þá var Guðmundur þar vinnumaður.
Hún var 25 ára gift húsfreyja í Smiðjunni 1850 með Guðmundi og barni þeirra Guðlaugu 3 ára.
Kristín lést 1860.

Maður Kristínar, (21. september 1840), var Guðmundur Eiríksson ekkill og tómthúsmaður í Smiðjunni, síðar í Fjósi, f. 1813, d. 11. júní 1867.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún Guðmundsdóttir, f. 28. júlí 1846 á Vilborgarstöðum, d. 2. ágúst úr ginklofa.
2. Guðlaug Guðmundsdóttir, f. 8. október 1847. Hún var 4. barnið, sem fæddist á Fæðingarstofnuninni. Hún dó 15. ágúst 1853 „af sáraveiki“.
3. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 23. júní 1849, d. 15. mars 1925.
4. Guðmundur Guðmundsson, f. 24. október 1850, d. 2. nóvember 1850 „af Barnaveikin“.
5. Guðmundur Guðmundsson, f. 21. september 1852, d. 28. september „af Barnaveikin“.
6. Þorkell Guðmundsson, f. 16. desember 1853, d. 7. janúar 1854 úr ginklofa.
7. Guðlaug Guðmundsdóttir, f. 27. maí 1855, d. 20. nóvember 1931. Hún var húsfreyja í Staðarbæ á Kirkjubæ 1910.
8. Jón Guðmundsson, f. 1. apríl 1859, hrapaði úr Flugum 3. júní 1873.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.