Kolbrún Jónsdóttir (Lyngholti)

From Heimaslóð
Revision as of 15:14, 11 July 2019 by Viglundur (talk | contribs) (Ný síða: thumb|200px|''Guðrún Kolbrún Jónsdóttir. '''Guðrún ''Kolbrún'' Jónsdóttir''' húsfreyja fæddist 20. september 1929 í Viðey...)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search
Guðrún Kolbrún Jónsdóttir.

Guðrún Kolbrún Jónsdóttir húsfreyja fæddist 20. september 1929 í Viðey.
Foreldrar hennar voru Jón Finnbogi Bjarnason trésmiður, lögregluþjónn, veitingamaður, f. 28. febrúar 1886 í Ármúla í Nauteyrarhreppi. N-Ís., d. 9. júní 1952, og sambýliskona hans Árný Friðriksdóttir frá Gröf, f. 20. mars 1898, d. 8. júlí 1977.

Börn Árnýjar og Árna Sigfússonar:
1. Rafn Árnason stýrimaður, f. 30. janúar 1923 á Þingvöllum, dó Vestanhafs 7. mars 1958.
2. Benóný Árnason, f. 2. nóvember 1924 á Þingvöllum, tökubarn á Haðarstíg 15 í Reykjavík 1930, d. 18. ágúst 1946.
3. Friðrik Árnason, f. 12. október 1926 í Rafnsholti, d. 7. mars 1929 í Haga. Börn Árnýjar og Jóns Bjarnasonar:
4. Þorbjörg Fanný Jónsdóttir, f. 10. október 1928, d. 5. september 1931.
5. Guðrún Kolbrún Jónsdóttir, f. 20. september 1929 í Viðey.
6. Hilmar Jónsson, f. 6. ágúst 1930 í Valhöll.
Barn Árnýjar og Halldórs Jóns Þorleifssonar:
7. Gestur Heiðar Halldórsson, f. 1. júlí 1937, d. 4. mars 2018.

Kolbrún var með foreldrum sínum meðan sambúð þeirra hélst, en fluttist þriggja ára í fóstur til Sigurðar Sigurðssonar bónda á Syðri-Hömrum í Ásahreppi, Rang. og Elínar dóttur hans. Þar var hún til fermingar, en fluttist þá til Ragnhildar föðursystur sinnar í Reykjavík. Einnig dvaldi hún hjá móður sinni í Reykjavík. Hún sigldi til Danmerkur og vann hjá Högna Björnssyni lækni og Huldu konu hans.
Komin til Reykjavíkur vann hún hjá Ritsímanum og við afgreiðslustörf.
Þau Sigurður giftu sig 1950, eignuðust 6 börn, en misstu eitt þeirra ungbarn. Þau stofnuðu og ráku Teppi hf um skeið, en fluttust til Mazatlan í Mexico 1979 og ráku þar hótel Marcos Suites í tvo áratugi.
Sigurður lést í Mexico 1999. Kolbrún dvelur á heimili aldraðra.

I. Maður Guðrúnar Kolbrúnar, (1950), var Sigurður Árnason vélstjóri, verksmiðjurekandi, kaupmaður, hótelrekandi, f. 24. júlí 1923, d. 14. maí 1999. Foreldrar hans voru Þóra Einarsdóttir húsfreyja á Akranesi, f. 20. júlí 1898, d. 7. júní 1939, og Árni Björgvin Sigurðsson rakari, bakari, málari, f. 23. júlí 1895, d. 19. júní 1968.
Börn þeirra:
1. Árni Benóný Sigurðsson, f. 31. desember 1950. Hann býr nú á Spáni. Kona hans Ásta Andrésdóttir.
2. Sigurður Þór Sigurðsson, f. 19. desember 1952. Fyrrum kona hans Sigríður Brynja Pétursdóttir. Sambýliskona Bryndís Snorradóttir.
3. Þóra Kolbrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1954. Maður hennar var Helgi Sönderskov Harrysson.
4. Rut Sigurðardóttir húsfreyja, býr nú í Aarhus í Danmörku, f. 7. ágúst 1960. Maður hennar, skildu, var Carlos Aviler.
5. Sturla Sigurðsson öryrki, f. 9. mars 1972.
6. Snorri Sigurðsson, f. 9. mars 1972, d. 27. nóvember 1973.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.