Kolbrún Hulda Sigurjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kolbrún Hulda Sigurjónsdótttir húsfreyja, starfsmaður á heimili fyrir aldraða og heimili fyrir blinda fæddist 25. febrúar 1936 á Grundarhóli á Húsavík.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Halldórsson verkamaður, vélstjóri, bifreiðastjóri, f. 6. mars 1902, d. 9. desember 1963 og kona hans Elísabet Sigríður Friðriksdóttir frá Gröf, húsfreyja, f. 2. október 1905, d. 21. apríl 1985.
Fósturforeldrar hennar voru Vilhjálmur Sigtryggsson sjómaður, útgerðarmaður, þá á Þórshöfn, f. 23. apríl 1915, d. 11. ágúst 1984, og kona hans Kristrún Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 13. janúar 1915, d. 22. nóvember 2005.

Börn Sigríðar og Sigurjóns:
1. Elías Ben Sigurjónsson bifvélavirki í Reykjavík, síðar í Svíþjóð, f. 1. júlí 1927 á Kanastöðum, d. 19. desember 1998. Kona hans Ingibjörg Marsibil Ólafsdóttir.
2. Halldór Friðrik Sigurjónsson tæknimaður í Svíþjóð, f. 19. febrúar 1929 á Kanastöðum, d. 9. júlí 2013. Kona hans Sylvía Anderson.
3. Mary Alberty Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur, húsfreyja, f. 20. mars 1930 á Akureyri, d. 3. ágúst 2009. Maður hennar var Jón Frímann Sigvaldason.
4. Benoný Sigurjónsson skipstjóri, býr í Svíþjóð, f. 31. maí 1931. Kona hans Inger Öklund.
5. Kolbeinn Oddur Sigurjónsson sjómaður, f. 12. september 1932, d. 27. maí 2020. Barnsmóðir hans var Rannveig Snót Einarsdóttir. Kona hans, (skildu), var Sigríður Sigurðardóttir frá Vatnsdal.
6. Kári Rafn Sigurjónsson vélvirki á Hvolsvelli, f. 1. október 1933. Kona hans Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir.
7. Kolbrún Hulda Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 25. febrúar 1936. Maður hennar Ingibergur Garðar Tryggvason.
8. Sigrún Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1937, d. 25. ágúst 2014. Maður hennar Pálmi Jónsson.

Kolbrún var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en móðir hennar slasaðist illa og varð að koma Kolbrúnu í fóstur hjá ættingjum á Þórshöfn frá 5-6 ára aldri. Þar ólst hún upp, fór í vist í Reykjavík 16 ára og í fiskverkun til Eyja í byrjun árs 1954.
Hún var vann heimilisstörf fyrstu 25 ár sín eftir giftingu í Eyjum, en síðan í Hraunbúðum. Eftir flutning til Reykjavíkur árið 2000, vann hún á heimili Blindrafélagsins.
Þau Garðar giftu sig 1954, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Rauðafelli við Vestmannabraut 58b, í Pétursborg við Vestmannabraut 56, á Foldahraun 70, í Steini við Miðstræti og á Áshamri, fluttust til Reykjavíkur árið 2000.
Ingibergur Garðar lést 2012. Kolbrún Hulda býr í Hamrahlíð 17.

I. Maður Kolbrúnar Huldu, (26. desember 1954), var Ingibergur Garðar Tryggvason frá Stóru-Heiði, verkamaður, sjómaður, framkvæmdastjóri, bæjarstarfsmaður, f. 10. febrúar 1933, d. 13. desember 2012.
Börn þeirra:
1. Tryggvi Friðrik Garðarsson flugvirki, f. 20. febrúar 1955. Kona hans Jayne Garðarsson.
2. Valgeir Örn Garðarsson garðyrkjumaður, f. 20. ágúst 1957, d. 9. mars 1998, ókvæntur.
3. Jóna Ósk Garðarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 3. mars 1959. Maður hennar Ágúst Guðmundsson.
4. Vilhjálmur Kristinn Garðarsson grafískur hönnuður í Danmörku, f. 3. september 1960. Kona hans Bente Höjgaard Garðarsson.
5. Sigurjón Ingi Garðarsson tölvunarfræðingur, f. 16. júlí 1970. Kona hans Erna Kristjánsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kolbrún Hulda.
  • Morgunblaðið 21. desember 2012. Minning Garðars.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.