Klara Þorleifsdóttir (Bólstaðarhlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. september 2018 kl. 11:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. september 2018 kl. 11:25 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Klara Þorleifsdóttir.

Klara Þorleifsdóttir vinnukona, fiskverkakona, starfsmaður á rannsóknastofu fæddist 25. júlí 1926 á Gjögri við Reykjarfjörð í Strandasýslu og lést 30. janúar 2011 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Þorleifur Friðrik Friðriksson bóndi og sjómaður í Þorleifshúsi á Gjögri, f. 8. september 1891 á Kjörvogi við Reykjarfjörð, d. 12. október 1964, og kona hans Hjálmfríður Ragnheiður Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 18. mars 1896 á Gjögri, d. 15. júlí 1973.

Börn Hjálmfríðar og Þorleifs í Eyjum voru:
1. Lilja Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1922, d. 4. september 2008.
2. Klara Þorleifsdóttir vinnukona, fiskverkakona, starfsmaður á sjúkrahúsi, f. 25. júlí 1926, d. 30. janúar 2011.
3. Hjálmar Þorleifsson rafvirkjameistari, f. 15. desember 1927, d. 22. janúar 2011.

Klara ólst upp með foreldrum sínum á Litlanesi við Reykjarfjörð.
Hún fór ung að heiman og var í vist fram á fullorðinsár, m.a. á Siglufirði og í Reykjavík.
Klara eignaðist Þorleif 1948, fluttist með hann til Eyja haustið 1954, réði sig í vist hjá Guðrúnu Stefánsdóttur og Helga Benediktssyni haustið 1954, bjó um skeið á Svalbarði|, en ári síðar aftur að Heiðarvegi 20 og vann á heimili þeirra til ársins 1959, er hún fluttist að Bólstaðarhlíð með foreldrum sínum, sem þá fluttu til Eyja.
Hún vann síðan við fiskiðnað til Goss 1973, en þá fluttist hún til Reykjavíkur og vann á Rannsóknastofu Landspítalans, síðast sem sérhæfður aðstoðarmaður.
Klara lést 2011.

I. Barnsfaðir Klöru var Jón Hjaltason lögfæðingur, f. 27. maí 1924, d. 7. desember 2017.
Barn þeirra:
1. Dr. Þorleifur Jónsson bókavörður í Háskóla- og Landsbókasafni, nú Þjóðarbókhlaða, f. 14. maí 1948 á Litlanesi við Reykjarfjörð, Strand. Kona hans er Halldóra Andrésdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 20. september 1952 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Andrés Björnsson Ólafsson bifvélavirki, f. 23. maí 1921, d. 26. júlí 1989, og Þorgerður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1925, d. 30. ágúst 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.