Kjartan Friðgeirsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðlaugur Kjartan Friðgeirsson.

Guðlaugur Kjartan Friðgeirsson bifvélavirkjameistari fæddist 1. desember 1942 á Skjaldbreið.
Foreldrar hans voru Friðgeir Guðmundsson sjómaður, trésmiður, f. 26. júlí 1916 í Rekavík bak Látur á Ströndum, d. 6. júní 2001, og kona hans Elínborg Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja frá Efra-Hvoli við Brekastíg 7c, f. 8. september 1915 í Dvergasteini, d. 9. júlí 1991.

Börn Elínborgar Dagmarar og Friðgeirs:
1. Svava Guðríður Friðgeirsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1940 á Efra-Hvoli, d. 9. janúar 2017. Maður hennar er Sævald Pálsson frá Þingholti.
2. Guðlaugur Kjartan Friðgeirsson bifvélavirkjameistari, f. 1. desember 1942 á Skjaldbreið. Kona hans var Þorgerður Sigríður Þorgeirsdóttir frá Sælundi.
3. Drengur, f. 14. nóvember 1945 í Hvíld, d. 24. nóvember 1945.
4. Sigríður Þyrí Friðgeirsdóttir húsfreyja, f. 30. maí 1947 í Hvíld. Maður hennar er Lárus Guðberg Lárusson.
5. Sigrún Þóranna Friðgeirsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 17. maí 1948 í Hvíld. Fyrri maður hennar var Pétur Ólafsson Welker. Síðari maður hennar er Halldór Þór Guðmundsson.
6. Elínborg Fríða Friðgeirsdóttir húsfreyja í Danmörku, f. 4. apríl 1952 í Hvíld. Maður hennar er Kristján Valgeirsson.
7. Sólveig Friðgeirsdóttir húsfreyja á Laugarvatni, f. 6. júní 1953 í Hvíld. Maður hennar er Böðvar Ingi Benjamínsson.
8. Hrefna Friðgeirsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 26. maí 1956 í Hvíld. Maður hennar er Jónas Hafsteinn Jónasson.

Kjartan var með foreldrum sínum.
Hann lærði bifvélavirkjun hjá Hreggviði Jónssyni, varð sveinn og fékk meistararéttindi 1966.
Kjartan vann við iðn sína, stofnaði og rak með Þorgeiri syni sínum Bílaverkstæði Kjartans og Þorgeirs á Smiðjuveginum í Kópavog.
Þau Þorgerður giftu sig, eignuðust fjögur börn, en misstu fyrsta barn sitt á fyrsta ári þess. Þau bjuggu í Hvíld við Faxastíg 14 við fæðingu Guðfinnu, fluttu í Kópavog 1964, bjuggu við Hlíðarveg og síðan á Urðarbraut 3 þar.
Þorgerður lést 2003.

I. Kona Kjartans var, (1. desember 1964), var Þorgerður Þorgeirsdóttir frá Sælundi við Vesturveg 2, húsfreyja, verslunarmaður, f. 14. ágúst 1943, d. 15. febrúar 2023.
Börn þeirra:
1. Guðfinna Kjartansdóttir, f. 18. nóvember 1961, d. 27. ágúst 1962.
2. Þorgeir Kjartansson bifvélavirki, f. 7. apríl 1966. Kona hans Áslaug Alexandersdóttir.
3. Dagmar Kjartansdóttir kennari, f. 6. júlí 1968. Maður hennar Gísli Helgason.
4. Kjartan Kjartansson húsasmiður, f. 5. mars 1978. Barnsmóðir hans Margrét Ósk Vilbergsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.