„Kjartanía Vilhjálmsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Kjartanía Vilborg Vilhjálmsdóttir''' húsfreyja fæddist 16. nóvember 1922 á Bergstöðum og lést 16. desember 2015.<br> Foreldrar hennar voru Vilhjálmur G...)
 
m (Verndaði „Kjartanía Vilhjálmsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 22. september 2019 kl. 11:44

Kjartanía Vilborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja fæddist 16. nóvember 1922 á Bergstöðum og lést 16. desember 2015.
Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Guðmundsson, útvegsbóndi, f. 24. janúar 1896, d. 27. september 1961, og kona hans Margrét Einarsdóttir húsfreyja, 19. mars 1897, d. 12. júlí 1979.

Systir Kjartaníu var
1. Elín Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 28. júlí 1924 í Reykholti, d. 29. ágúst 1998.

Kjartanía var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1939 og las fjórða bekk haustið 1941 til áramóta, en próf voru ekki þreytt.
Þau Jón giftu sig 1942, eignuðust sex börn.
Þau bjuggu á Sæbergi, Urðavegi 9 við giftingu 1942 og þar bjuggu þau 1945, á Hásteinsvegi 7 1949, á Gunnarshólma 1952, í Árbæ, Brekastíg 7 A 1960 og til Goss 1973.
Þau fluttust í Hafnarfjörð, þar sem Jón vann hjá Lýsi og Mjöli, bjuggu á Laufvangi 16 við andlát Jóns 1989.
Kjartanía bjó síðast á Staðarhrauni 28 í Grindavík. Hún lést 2015.

I. Maður Kjartaníu Vilborgar, (20. október 1942), var Jón Markússon vélstjóri, trilluskipstjóri, f. 30. nóvember 1918 á Sæbóli í N.-Ís., d. 13. júní 1989.
Börn þeirra:
1. Vilhjálmur Már Jónsson kennari, f. 16. apríl 1943 á Sæbergi. Kona hans var Jóna Ólafsdóttir.
2. Herborg Jónsdóttir húsfreyja, afgreiðslukona hjá Bókabúð Þorsteins Johnsonar og Olivers Steins í Hafnarfirði, býr í Grindavík, f. 4. desember 1944 á Sæbergi. Maður hennar, skildu, var Jóhannes Haraldsson.
3. Elínborg Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 9. nóvember 1950 á Hásteinsvegi 7, d. 28. maí 2016. Maður hennar var Bragi Jónsson frá Ísafirði, f. 15. desember 1947, d. 28. maí 2003.
4. Tómas Kristján Jónsson sjómaður og beitningamaður í Grundarfirði, f. 10. janúar 1952 á Gunnarshólma. Ókv.
5. Hörður Jónsson útgerðarmaður í Grundarfirði, býr í Þýskalandi, f. 28. nóvember 1958. Kona hans er Arnhildur Þórhallsdóttir.
6. Viðar Jónsson sjómaður, starfsmaður ABC-barnahjálparinnar, f. 15. apríl 1960, d. 13. nóvember 2014. Kona hans Kristín Sóley Kristinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.