Katrín Þórðardóttir (Juliushaab)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. maí 2015 kl. 20:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. maí 2015 kl. 20:59 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Katrín Þórðardóttir í Juliushaab fæddist 8. nóvember 1806 og lést 17. desember 1899 í Juliushaab.
Foreldrar hennar voru Þórður Jónsson bóndi, hreppstjóri og meðhjálpari í Eyvindarmúla í Fljótshlíð, f. 1773 í Árkvörn þar, d. 12. maí 1845 og kona hans Ólöf Beinteinsdóttir húsfreyja, f. 1775 í Þorlákshöfn í Ölfusi, d. 15. júlí 1843.

Katrín var með foreldrum sínum enn 1840.
Hún var bústýra Þórarins Þórarinssonar bónda á Hlíðarenda í Fljótshlíð 1845. Með þeim var dóttir þeirra Ragnhildur 2 ára.
Katrín var bústýra Þórarins í Neðri-Dal u. V-Eyjafjöllum 1850 og 1855, einhleyp húskona þar 1860 með Ragnhildi hjá sér.
Hún fluttist til Eyja með Ragnhildi húsfreyju dóttur sinni og Gísla Engilbertssyni verslunarþjóni manni hennar 1869.
Katrín dvaldi hjá þeim til dd. 1899.

I. Sambýlismaður Katrínar var Þórarinn Þórarinsson bóndi á Hlíðarenda í Fljótshlíð, síðar í Neðri-Dal u. V-Eyjafjöllum, f. 9. október 1807 á Breiðabólstað á Síðu, sonur Þórarins Ísleikssonar og Ragnhildar Steingrímsdóttur.
Barn þeirra var
1. Ragnhildur Þórarinsdóttir húsfreyja í Juliushaab, f. 19. október 1844, d. 12. maí 1925. Maður hennar var Gísli Engilbertsson verslunarstjóri og skáld.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.