Katrín Gunnarsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Katrín Gunnarsdóttir.

Katrín Gunnarsdóttir húsfreyja, kennari fæddist 15. desember 1901 á Hólmum í A-Landeyjum og lést 13. febrúar 1996.
Foreldrar hennar voru Gunnar Andrésson bóndi og hreppstjóri, f. 31. desember 1853 á Hemlu í V-Landeyjum, d. 31. júlí 1921 á Hólmum, og kona hans Katrín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. mars 1857 á Borgareyrum u. V-Eyjafjöllum, d. 24. desember 1951.

Börn Gunnars og Katrínar í Eyjum:
1. Sigurður Gunnarsson útgerðarmaður á Hólmi, f. 18. september 1883, d. 16. janúar 1917.
2. Dýrfinna Gunnarsdóttir kennari, húsfreyja, f. 3. júlí 1889, d. 29. maí 1979.
3. Magnús Gunnarsson bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, f. 13. júlí 1896, d. 30. apríl 1973.
4. Katrín Gunnarsdóttir kennari, húsfreyja, f. 15. desember 1901, d. 13. febrúar 1996.

Katrín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lærði í Unglingaskóla Vestmannaeyja 1922, lauk kennaraprófi 1925, sat námskeið í Axvall í Svíþjóð 1929.
Katrín var kennari við Barnaskólann 1926-1942.
Hún var ein af stofnendum Slysavarnardeildarinnar Eykindils og sat í stjórn hennar meðan hún bjó í Eyjum, var heiðursfélagi frá 1954.
Þau Arthur giftu sig 1935, bjuggu á Brekastíg 19 og Hásteinsvegi 41, eignuðust þrjú börn.
Þau fluttust úr Eyjum á fyrri helmingi 5. áratugarins og bjuggu í Reykjavík.

Maður Katrínar, (25. maí 1935), var Arthur Emil Aanes vélstjóri, vélvirkjameistari, f. 3. september 1903 í Noregi, d. 2. nóvember 1988.
Börn þeirra:
1. Sigrún Arthúrsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, rak matsölustað í Bandaríkjunum, f. 10. maí 1936 á Hásteinsvegi 41, d. 14. desember 2003.
2. Gunnar Arthursson flugstjóri, f. 30. október 1939 á Hásteinsvegi 41. Kona hans Svanhildur Anna Kaaber.
3. Rannveig Arthúrsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 25. júlí 1942 á Hásteinsvegi 41.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.