Katrín Gísladóttir (Juliushaab)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Katrín Gísladóttir frá Juliushaab, húsfreyja á Sunnuhvoli fæddist 20. janúar 1875 í Juliushaab og lést 6. apríl 1962.
Foreldrar hennar voru Gísli Engilbertsson verslunarstjóri, f. 15. ágúst 1834, d. 8. ágúst 1919, og kona hans Ragnhildur Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 19. október 1844 í Eyvindarmúla, d. 12. maí 1925.

Börn Ragnhildar og Gísla í Eyjum voru:
1. Guðfinna Gísladóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 15. júlí 1870, d. 2. ágúst 1854.
2. Katrín Gísladóttir, f. 28. september 1872, d. 21. ágúst 1873.
3. Katrín Gísladóttir húsfreyja á Sunnuhvoli, f. 20. janúar 1875, d. 6. apríl 1962.
4. Engilbert Gíslason málari, listmálari, f. 12. október 1877, d. 7. desember 1971.
5. Þórarinn Gíslason gjaldkeri á Lundi, f. 4. júní 1880, d. 12. febrúar 1930.
6. Elínborg Gísladóttir húsfreyja í Laufási, f. 1. nóvember 1883, d. 5. mars 1974.
Fósturbarn þeirra var
7. Matthildur Ólafsdóttir, f. 27. maí 1897, d. 9. júlí 1918. Foreldrar hennar voru Ólafur Svipmundsson bóndi og kona hans Þorbjörg Pétursdóttir, f. 19. september 1864, d. 18. ágúst 1903.

Katrín ólst upp hjá foreldrum sínum.
Hún fluttist til Reykjavíkur, kom heim 1903, skráð ,,heimasæta“, giftist Páli 1905, bjó með honum á Hrauni 1906 við fæðingu Gísla, voru komin á Sunnuhvol 1907. Þar bjuggu þau síðan, eignuðust fjögur börn. Þau misstu Gísla eldri á öðru aldursári og Guðrúnu 12 ára.
Páll drukknaði við Landeyjasand 1923.
Katrín bjó með börnum sínum á Sunnuhvoli og fylgdi þeim til Reykjavíkur á síðari hluta fjórða áratugarins og bjó með dætrum sínum á Rauðarárstíg 28.
Hún lést 1962.

Maður hennar, (14. október 1905), var Páll Ólafsson útgerðarmaður, verslunarþjónn við Edinborgarverslun, varð verslunarstjóri hjá Gísla J. Johnsen, f. 13. júlí 1875 í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, drukknaði við Landeyjasand 10. ágúst 1923.
Börn þeirra:
1. Gísli Pálsson, f. 1. júlí 1906 á Hrauni, d. 5. janúar 1908.
2. Ragnhildur Pálsdóttir skrifstofukona, f. 1. nóvember 1907 á Sunnuhvoli, d. 30. júlí 1989.
3. Guðrún Pálsdóttir, f. 10. febrúar 1909 á Sunnuhvoli, d. 20. apríl 1922.
4. Gísli Pálsson málari í Reykjavík, f. 13. október 1910 á Sunnuhvoli, d. 29. maí 1979.
5. Ása Pálsdóttir gjaldkeri, f. 21. júní 1914 á Sunnuhvoli, d. 20. júní 1984.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.