Katrín Þorleifsdóttir (Draumbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Katrín Þorleifsdóttir húsfreyja í Draumbæ fæddist 7. september 1838 á Tjörnum í Stóra-Dalssókn undir Eyjafjöllum og lést 13. febrúar 1901 í Eyjum.
Faðir hennar var Þorleifur bóndi á Tjörnum u. Eyjafjöllum, f. 1799, d. 3. desember 1879, Jónsson bónda á Miðskála u. Eyjafjöllum, f. 1754, d. 29. apríl 1804, Gottsveinssonar bónda á Þórunúpi í Hvolhreppi, f. 1717, d. 19. júní 1766, Jónssonar, og konu Gottsveins, Ólafar húsfreyju, f. 1719, d. 1. september 1803, Gísladóttur.
Móðir Þorleifs á Tjörnum og kona Jóns Gottsveinssonar var Signý húsfreyja, f. 1762, d. 16. apríl 1835, Þorleifsdóttir.

Móðir Katrínar í Draumbæ og kona Þorleifs var Guðrún húsfreyja á Tjörnum, f. 2. nóvember 1811, d. 1. ágúst 1885, Þorleifsdóttir bónda í Hólmum í A-Landeyjum, f. 2. ágúst 1789 í Hólmum, drukknaði 4. júní 1833 á ferð til Eyja, Árnasonar bónda og hreppstjóra í Hólmum, f. 1749, d. 6. ágúst 1800, Þorleifssonar, og konu Árna, Ólafar húsfreyju og bónda í Hólmum til 1808, f. 1746 í Sigluvík, d. 10. september 1825 í Hólmum, Magnúsdóttur.
Móðir Guðrúnar Þorleifsdóttur á Tjörnum og kona Þorleifs var Kristín húsfreyja í Hólmum 1845, f. 1781, d. 2. apríl 1852, Hreinsdóttir bónda í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, f. 1733, d. 25. janúar 1787, Guðmundssonar og konu Hreins, Katrínar húsfreyju og bónda þar til 1789, f. 1737 í Hólmum, d. 29. janúar 1817 á Önundarstöðum í A-Landeyjum, Magnúsdóttur.

Guðrún móðir Katrínar var systir Önnu Þorleifsdóttur húsfreyju á Tjörnum u. Eyjafjöllum. Dætur Önnu í Eyjum voru:
1. Ingibjörg Bergsteinsdóttir húsfreyja í Dal, kona Magnúsar Þórðarsonar útgerðarmanns og formanns og Jóns Guðnasonar útgerðarmanns í Dal, síðar söðlasmiður á Selfossi.
2. Guðrún Bergsteinsdóttir húsfreyja á Steinsstöðum, kona Árna Sigurðssonar.
3. Kristólína Bergsteinsdóttir húsfreyja á Hjalla, kona Sveins P. Schevings bónda, hreppstjóra og lögreglumanns.

Systir Katrínar í Draumbæ var Margrét Þorleifsdóttir húsfreyja í Oddakoti í A-Landeyjum, síðar í Þorlaugargerði, móðir
1. Þorsteins Sigurðssonar á Sæbergi, f. 30. júlí 1875, d. 5. ágúst 1935.
2. Þorleifs Sigurðssonar verkamanns í Hjálmholti, á Landagötu 21, síðar á Jaðri, f. 5. ágúst 1884, d. 11. apríl 1952.

Katrín var þriggja ára með foreldrum sínum á Tjörnum 1840 og síðan þar við mt. til og með 1860, en 1870 var hún komin að Draumbæ með Ingimundi og börnunum Þorleifi Sigurði 6 ára, Guðjóni 3 ára og Sæmundi á fyrsta ári.
Við manntal 1880 var Þorleifur Sigurður ekki til staðar, (hrapaði til bana 1876), en kominn var Þorsteinn 6 ára og Sigurður 3 ára.
Við manntal 1890 var þar einnig barnið Katrín Guðjónsdóttir þriggja ára sonardóttir hjónanna.
Katrín lést 1901.

Maður Katrínar var Ingimundur Sigurðsson bóndi í Draumbæ, f. 18. september 1835, d. 12. mars 1894 í Eyjum.
Börn þeirra hér:
1. Þorleifur Sigurður Ingimundarson, f. 24. maí 1863 í Vanangri, d. 28. október 1863 „af langvarandi innvortis krankleika“.
2. Þorleifur Sigurður Ingimundarson, f. 28. ágúst 1864 í Vanangri, hrapaði til bana úr Kepptó í Stórhöfða í 4. júlí 1876.
3. Guðjón Ingimundarson, f. 30. júní 1867, d. 10. desember 1948. Hann fór til Vesturheims 1892.
4. Sæmundur Ingimundarson bóndi í Draumbæ, f. 1. september 1870, d. 22. október 1942.
5. Þorsteinn Ingimundarson smiður, f. 1874. Hann fór til Vesturheims 1900.
6. Sigurður Ingimundarson, f. 12. maí 1877, d. 8. júní 1933. Hann fór til Vesturheims 1902. Börn hans með Jónínu (líklega Ingimundson), f. í Vesturheimi: Sylvia Sigurveig og Ingimundur Karl. Hann tók upp eftirnafnið Ingimundson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sveinbjörg Kristmundsdóttir.
  • Ættartölubækur Jóns Espólíns, p.6360.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.