Karl Símonarson (Eyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. mars 2019 kl. 21:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. mars 2019 kl. 21:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Karl Símonarson''' frá Eyri, skipstjóri í Reykjavík, en lengst í Grindavík fæddist 16. nóvember 1926 á Eyri og lést 12. apríl 1976.<br> Foreldrar hans voru Sím...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Karl Símonarson frá Eyri, skipstjóri í Reykjavík, en lengst í Grindavík fæddist 16. nóvember 1926 á Eyri og lést 12. apríl 1976.
Foreldrar hans voru Símon Guðmundsson útgerðarmaður, verkamaður á Eyri við Vesturveg 25, f. 21. maí 1884 á Borgareyrum u. V-Eyjafjöllum, d. 2. apríl 1955, og kona hans Pálína Jóhanna Pálsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1890 á Eyri í Reykjarfirði við Ísafjarðardjúp, d. 23. nóvember 1980.

Börn Pálínu og Símonar:
1. Sigríður Símonardóttir húsfreyja í Eyjum, Reykjavík og Hafnarfirði, f. 10. febrúar 1914 í Reykjavík, d. 27. apríl 1994.
2. Fjóla Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 9. september 1918 í Reykjavík, d. 29. maí 2010.
3. Guðmundur Einar Símonarson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. september 1920 í Reykjavík, síðast í Grindavík, d. 6. nóvember 1998.
4. Unnur Björg Símonardóttir, f. 22. janúar 1922 á Eiðinu, d. 2. júlí 1922.
5. Margrét Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 11. maí 1923 á Brimnesi, d. 23. september 2008.
6. Páll Símonarson, f. 3. maí 1924 á Eyri, d. 12. maí 1924.
7. Helga Símonardóttir húsfreyja, verkakona á Selfossi, f. 4. júlí 1925 á Eyri, d. 16. júní 2011.
8. Karl Símonarson skipstjóri, f. 16. nóvember 1926 á Eyri, lengst og síðast í Grindavík, d. 12. apríl 1976.
9. Sigríður Svanborg Símonardóttir húsfreyja, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, síðast á Selfossi, f. 6. desember 1927 á Eyri, d. 13. apríl 2016.
10. Magnús Jónsson, f. 11. september 1929 á Eyri, d. 16. ágúst 2006. Hann varð kjörbarn Jóns á Hólmi og Stefaníu Einarsdóttur.
11. Sverrir Símonarson verkamaður, sjómaður í Reykjavík og Kópavogi, f. 19. desember 1930 á Eyri, d. 16. nóvember 2016.
12. Unnur Símonardóttir, f. 16. mars 1932 á Eyri, d. 28. júní 1932.
13. Sveinbjörg Símonardóttir húsfreyja, einkaritari í Reykjavík, f. 18. janúar 1934 á Eyri.

Karl var með foreldrum sínum á Eyri í æsku og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1943.
Þau Jóhanna giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Reykjavík, en síðar og lengst í Grindavík.
Karl lést 1976.

I. Kona Karls, (15. október 1952), var Jóhanna Arnljóts Sigurðardóttir, f. 22. apríl 1929. Foreldrar hennar voru Sigurður Ingimar Arnljótsson verkamaður á Akureyri og í Reykjavík, f. 29. maí 1904, d. 3. janúar 1973, og kona hans Jóhanna Lilja Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1903, d. 23. desember 1941.
Börn Karls og Jóhönnu:
1. Birgir Smári Karlsson sjómaður, eftirlitsmaður hjá Fiskistofu, f. 15. október 1951. Kona hans var Jósefína Ragnarsdóttir.
2. Lilja Jónína Karlsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, síðar verslunarmaður hér á landi, nú öryrki, f. 5. janúar 1954. Maður hennar var Richard Hiljard.
3. Þrúðmar Karlsson forstjóri í Reykjavík, f. 1. september 1970. Sambýliskona hans er Lilja Kjartansdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.