Kalman Steinberg Haraldsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Kalman Steinberg Haraldsson.

Kalman Steinberg Haraldsson frá Götu, járnsmiður í Reykjavík fæddist 8. mars 1907 í Reykjavík og lést 24. nóvember 1975.
Foreldrar hans voru Haraldur Sigurðsson frá Butru í Fljótshlíð, kaupmaður, sjómaður, trésmiður, f. 18. október 1876 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 18. september 1943, og bústýra hans Kristín Ingvarsdóttir frá Kalmanstjörn í Höfnum, húsfreyja, f. þar 27. júlí 1881, d. 22. ágúst 1952.

Börn Kristínar og Haraldar:
1. Ragna Haraldsdóttir húsfreyja í Eyjum og á Ísafirði, f. 24. september 1905 í Reykjavík, d. 11. maí 1966.
2. Kalman Steinberg Haraldsson járnsmiður í Reykjavík, f. 8. mars 1907, d. 24. nóvember 1975.
3. Hörður Trausti Haraldsson, f. 1908, d. 1909.
4. Guðmundur Trausti Haraldsson múrari í Reykjavík, f. 15. október 1909, d. 29. mars 1960.
5. Sigurður Ó. Haraldsson sjómaður, iðnverkamaður í Reykjavík, f. 10. ágúst 1911, d. 5. apríl 1992.
6. Fjóla Guðbjörg Haraldsdóttir stjórnarráðsfulltrúi og ritari í Reykjavík, f. 22. mars 1913 í Eyjum, d. 2. júní 2004.

Börn Haraldar og Guðnýjar Kristjönu Einarsdóttur:
7. Haraldur Ágúst Haraldsson járnsmiður, f. 27. október 1919, d. 16. október 1984.
8. Friðrik Haraldsson bakarameistari, f. 9. ágúst 1922, d. 21. mars 2014.
9. Rúrik Theodór Haraldsson leikari, f. 14. janúar 1926, d. 23. janúar 2003.
10. Ása Haraldsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 12. júlí 1928, d. 4. nóvember 2014.

Barn Haraldar og Ástríðar Hróbjartsdóttur:
11. Unnur Haraldsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. október 1904, d. 14. júlí 1991. Maður hennar Sigurbjörn Þorkelsson.

Börn Kristínar og fyrri manns hennar Jóns Antonssonar:
11. Kristín Jónsdóttir Ásgeirsson húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 24. ágúst 1901 í Reykjavík, d. 26. febrúar 1999. Hún var skráð vinnukona hjá móður sinni og Haraldi í Götu 1916, leigjandi, daglaunakona á Nönnugötu 5 í Reykjavík 1920. Vinnuveitandi Mr. Curry.
12. Ingvar Þorgils Jónsson Antonsson gullsmiður, fór til Vesturheims, f. 15. júlí 1903, d. 3. janúar 2004.

Kalman var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, með þeim í Reykjavík, í Suðurkoti (Brunnastaðaskólahúsinu) á Vatnsleysuströnd, fluttist með þeim til Eyja 1912, bjó á Eiðinu 1912, í Götu 1913-1916.
Foreldrar hans skildu og móðir hans flutti til Reykjavíkur 1917. Kalman er skráður brottfluttur að Ormskoti í Fljótshlíð 1917, en er á skrá með föður sínum á Sandi 1918 og með honum og Kristjönu á Sandi 1920, en farinn 1921, var járnsmíðasveinn hjá Kristínu móður sinni á Lindargötu 14 1930.
Hann tók hið minna vélstjórapróf í Reykjavík 1932.
Þau Unnur eignuðust eitt barn.
Þau Auður eignuðust fimm börn.
Þá átti Kalman barn með Júlíönu.
Kalman lést 1975.

I. Barnsmóðir Kalmans var Júlíana Guðbjartsdóttir frá Melum á Kjalarnesi, síðar húsfreyja á Högnastöðum í Þverárhlíð í Borgarfirði, f. 20. júní 1915, d. 11. mars 1974. Foreldrar hennar voru Guðbjartur Jónsson bóndi í Króki á Kjalarnesi, f. 26. september 1884 í Króki, d. 2. nóvember 1970, og Guðrún Ármannsdóttir vinnukona, f. 12. júní 1891, d. 21. júní 1928.
Barn þeirra:
1. Kristrún Ósk Kalmansdóttir húsfreyja, kennari, umboðsmaður í Fitjakoti, síðar í Garði á Stokkseyri, f. 23. mars 1934 í Ártúni á Kjalarnesi, d. 17. maí 2012. Maður hennar Ásgeir Halldórsson.

II. Fyrri kona Kalmans var Unnur Jónsdóttir húsfreyja úr Reykjavík, f. 5. janúar 1909, d. 4. apríl 1976. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá Vetleifsholti í Ásahreppi, Rang., skósmiður í Reykjavík, f. 24. júní 1872 á Rangárvöllum, d. 13. júlí 1957, og fyrri kona hans Jóhanna Arnbjörnsdóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1878 í Gerðum í Flóa, d. 25. janúar 1917.
Barn þeirra:
2. Birgir Kalmansson rafvirki í Bandaríkjunum, f. 21. september 1929 í Reykjavík, d. 10. júní 2001. Kona hans Shirley Kaiser.

III. Síðari kona Kalmans var Auður Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1914 í Mánaskál í Vindhælishreppi, A-Hún., d. 2. mars 2007. Foreldrar hennar voru Hjálmar Þorsteinsson bóndi og ljóðskáld í Mánaskál, síðar á Hofi á Kjalarnesi og í Hafnarfirði, f. 5. september 1886 á Reykjum í Hrútafirði, d. 20. maí 1982, og kona hans Anna Guðmundsdóttir frá Hurðarbaki í Torfalækjarhreppi í A-Hún., f. 24. ágúst 1884, d. 13. janúar 1964.
Börn þeirra:
3. Svala Kalmansdóttir, f. 31. júlí 1936, d. 29. mars 2009.
4. Kristín Kalmansdóttir húsfreyja á Minni-Borg í Grímsnesi, Árn., f. 3. maí 1940. Maður hennar Hólmar Bragi Pálsson.
5. Anna Kalmansdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 6. janúar 1942. Fyrrum maður Snæbjörn Halldórsson.
6. Dröfn Kalmansdóttir húsfreyja, hárgreiðslukona í Danmörku, f. 20. september 1947. Maður Leif Egil Nielsen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.