Jósefína Þorláksdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. september 2015 kl. 17:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. september 2015 kl. 17:08 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Jósefína þorláksdóttir.

Jósefína Margrét Andrea Þorláksdóttir fæddist 28. september 1911 á Sólheimum og lést 7. desember 1999 á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Þorlákur Guðmundsson skósmiður, f. 28. júní 1886, d. 9. maí 1978, og kona hans Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1878, d. 30. apríl 1920.

Systkini Jósefínu voru:
1. Hallgrímur Pétursson Þorláksson bóndi í Dalbæ í Flóa, tökubarn á Gjábakka 1920, síðast á Selfossi, f. 18. júní 1913 í Þinghól, d. 2. febrúar 1996.
2. Gunnlaugur Halldór Guðjón Þorláksson, var á Kirkjuhvoli 1920, fór til Reykjavíkur 1921, leigubifeiðastjóri í Reykjavík, f. 24. ágúst 1914 í Þinghól, d. 17. febrúar 1999.
3. Sigfríð Jóna Þorláksdóttir, f. 26. nóvember 1916 í Garðhúsum, var í Þórsmörk í Neshreppi, S-Múl. 1920, d. 6. september 2000.
4. Gunnar Þórir Þorláksson húsasmíðameistari, ólst upp hjá Halldóri Gunnlaugssyni lækni og Önnu Gunnlaugsson á Kirkjuhvoli, síðast í Reykjavík, f. 10. júní 1919 í Garðhúsum, d. 27. apríl 1987. Hálfsystkini Jósefínu, samfeðra, voru:
5. Magnús Þorláksson, f. 19. nóvember 1925, d. 5. mars 1954. Hann var iðnnemi 1945.
6. Guðmundur Þorláksson prentari, f. 29. október 1926, d. 25. júlí 1988.
7. Gunnþórunn Þorláksdóttir Bender húsfreyja, f. 14. janúar 1929, d. 12. maí 1984.

Jósefína var með foreldrum sínum í æsku, en móðir hennar dó, er hún var tæpra 11 ára.
Hún var hjá Brynjólfi Sigfússyni og Guðrúnu Sigurlaugu Þorgrímsdóttur á Lágafelli 1920, hjá Þórhalli símstöðvarstjóra, móðurbróður sínum, á Miðstöð 1921-1923.
Jósefína og Hallgrímur bróðir hennar voru send í fóstur austur í Mýrdal. Hún varð síðan vinnukona í Vallarhjáleigu í Flóa, eignaðist Hörð Vestmann þar 1937.
Jósefína átti við veikindi að stríða og dvaldi um skeið hjá Hallgrími bróður sínum, dvaldi á sjúkrahúsi í Reykjavík, var starfsmaður á sjúkrahúsi, dvaldi síðar á Ási í Hveragerði og á Elliheimilinu á Eyrarbakka. Að síðustu dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi.
Jósefína lést 1999.

I. Barnsfaðir hennar var Árni Jóhannsson verkamaður í Reykjavík, f. 26. mars 1913, d. 19. desember 1995.
Barn þeirra var
1. Hörður Vestmann Árnason á Selfossi, f. 27. september 1937.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.