Jórunn Lilja Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. nóvember 2019 kl. 14:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. nóvember 2019 kl. 14:52 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jórunn Lilja Magnúsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, Boðaslóð 6, fæddist 5. desember 1919 í Dvergasteini og lést 14. febrúar 2008.
Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon frá Geitagili í Örlygshöfn, skipasmiður í Dvergasteini og á Bjarmalandi, f. 6. október 1882, d. 22. október 1961 og k.h. Oddný Erlendsdóttir frá Skíðbakka í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 11. október 1883, d. 9. ágúst 1969.
Fósturforeldrar Jórunnar Lilju voru Jón Bergur Jónsson bóndi, sjómaður, útgerðarmaður í Ólafshúsum, og síðari kona hans Jórunn Erlendsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1876, d. 28. desember 1963. Jórunn Erlendsdóttir var móðursystir Jórunnar Lilju.

Börn Oddnýjar og Magnúsar:
1. Hulda Magnúsdóttir, búsett í Reykjavík, f. 29. júní 1913 í Ólafshúsum, d. 6. nóvember 1998.
2. Marta Sonja Magnúsdóttir, búsett í Reykjavík, f. 19. nóvember 1914 á Ingólfshvoli, d. 13. október 2010.
3. Magnús Adolf Magnússon, bifvélavirki, búsettur í Kópavogi, f. 20. júlí 1916 í Dvergasteini, d. 25. desember 1996.
4. Þórdís Magnúsdóttir, f. 15. september 1917 í Dvergasteini, d. 23. apríl 1939.
5. Jórunn Lilja Magnúsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 5. desember 1919 í Dvergasteini, d. 14. febr. 2008.
6. Erlendína Guðrún Magnúsdóttir, f. 18. júní 1921 í Dvergasteini, d. 21. september 1922.
7. Erlendur Magnússon, f. 13. mars 1923 á Bjarmalandi, d. 9. október 2003.
8. Guðbjört Magnúsdóttir, f. 31. maí 1924 á Bjarmalandi, d. 27. júlí 2019.
9. Elísabet Fjóla Magnúsdóttir, f. 24. nóvember 1925 á Bjarmalandi, d. 28. ágúst 2004. Hún varð kjörbarn Helgu Eggertsdóttur húsfreyju og Kristófers Péturs Eggertssonar skipstjóra á Akranesi.
10. Fanney Magnúsdóttir, f. 3. mars 1928 á Bjarmalandi, d. 4. október 2013.

Fóstursystkini Jórunnar Lilju, börn Jóns Bergs og Jórunnar Erlendsdóttur:
11. Erlendur Jónsson, f. 9. október 1908, d. 23. febrúar 1984.
12. Elín Jónsdóttir, f. 6. ágúst 1910, d. 6. mars 1993.

Fóstursystkini af fyrra hjónabandi Jón Bergs með Elínu Sigurðardóttur:
13. Sigurlín Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1896, d. 21. júní 1923. Hún var önnur kona Ólafs Ingileifssonar.
14. Jón Bergur yngri sjómaður, f. 15. júní 1900, d. 15. maí 1964.
15. Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. apríl 1902, d. 24. febrúar 1994. Hún var þriðja kona Ólafs Ingileifssonar.
16. Guðni Jónsson skipstjóri á Vegamótum, f. 6. janúar 1903, drukknaði 12. febrúar 1944.

Jórunn Lilja var lærð ljósmóðir, lauk Ljósmæðraskólanum 30. september 1944 og stundaði ljósmóðurstörf á Landspítalanum 1944-1945.
I. Maður hennar, 4. desember 1952), var Úraníus Guðmundsson vélstjóri, f. 28. desember 1914 í Reykjavík, d. 17. júní 1968.
Börn þeirra:
1. Viktor Þór Úraníusson, trésmiður í Eyjum og á Reykjalundi, f. 27. janúar 1942 á Bjarmalandi, Flötum 10.
2. Pálína Úraníusdóttir, starfskona á Sjúkrahúsinu, f. 5. september 1950 á Landspítalanu.
3. Gylfi Þór Úraníusson vélstjóri, f. 10. nóvember 1953 á Bessastíg 8, d. 30. september 2012.
4. Jón Trausti Úraníusson, vinnuvélastjóri, f. 9. júní 1952 á Sj., dó af slysförum í hlíðum Eldfells 28. júní 1993.
5. Skúli Úraníusson, bifreiðastjóri, f. 23. maí 1956 á Bessastíg 8.
6. Oddgeir Magnús Úraníusson, sjómaður, f. 30. október 1958 á Sj.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.