Jónína Þóra Ásbjörnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. febrúar 2020 kl. 12:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. febrúar 2020 kl. 12:21 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Þóra Ásbjörnsdóttir húsfreyja á Heiðarhól, (Brekastíg 16) fæddist 19. apríl 1896 og lést 1. desember 1967.
Foreldrar hennar voru var Ásbjörn Eiríksson bóndi á Óseyrarnesi í Eyrarbakkahreppi, f. 17. júní 1860, d. 22. júní 1898, og kona hans Sæfinna Jónsdóttir frá Útverkum á Skeiðum, húsfreyja, síðar í Varmadal, f. 3. desember 1868, d. 18. apríl 1961.

Albróðir Jónínu var
1. Eiríkur Ásbjörnsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 21. maí 1893, d. 24. nóvember 1977.
Hálfsystkini Jónínu, sammædd, voru:
2. Ásta Þórðardóttir saumakona í Reykjavík, f. 22. ágúst 1901 á Klöpp á Stokkseyri, d. 25. janúar 1966.
3. Páll Þórðarson í Varmadal, f. 3. október 1903 á Klöpp á Stokkseyri, verkamaður, síðar kyndari á Akureyri, d. 19. maí 1992.
4. Filippía Þórðardóttir, f. 25. desember 1904 á Klöpp á Stokkseyri, d. 10. júlí 1920. Hún var ógift og barnlaus.
5. Þorfnnur Þórðarson, f. 5. október 1907, d. 27. nóvember 1908.
6. Hinrik Andrés Þórðarson bóndi á Útverkum á Skeiðum, f. 13. apríl 1909 á Klöpp, d. 15. desember 1998.
7. Ágúst Þórðarson, f. 5. ágúst 1910, d. 10. mars 1911.
8. Ingveldur Anna Þórðardóttir, (Inga Þórðardóttir) húsfreyja, leikari, f. 21. október 1911 á Klöpp, d. 15. júlí 1973.

Jónína Þóra var með foreldrum sínum skamma stund. Faðir hennar lést, er hún var tveggja ára.
Móðir hennar giftist Þórði Sigurðssyni 1900 og ólst hún upp með þeim, var með þeim á Klöpp á Stokkseyri 1910.
Hún fluttist frá Stokkseyri til Eyja 1914 og Björn fluttist til Eyja á sama ári. Þau giftu sig 1914, leigðu á Garðstöðum 1915, á Rafnseyri 1917, á Geithálsi 1919 og 1920, á Hvoli 1922, í Varmadal 1924 og 1927.
Þau voru komin á Heiðarhól 1930 og bjuggu þar síðan, eignuðust 5 börn, en misstu tvö þeirra á unglingsaldri og eitt um tvítugt.
Jónína Þóra lést 1967 og Björn 1972.

Maður Jónínu Þóru, (17. júlí 1915), var Jóhann Björn Sigurðsson útgerðarmaður, f. 10. október 1889, d. 17. september 1972.
Börn þeirra:
1. Rútur Eyberg Björnsson, f. 28. desember 1917 á Rafnseyri, d. 23. janúar 1938.
2. Eiríkur Björnsson vévirki, f. 20. júní 1919 á Geithálsi, d. 26. maí 2001.
3. Filippía Fanney Björnsdóttir, f. 8. desember 1920 á Geirhálsi, d. 10. júní 1933 á Vífilsstöðum.
4. Sigurður Jakob Björnsson, f. 18. júlí 1922 á Hvoli, d. 4. júní 1936.
5. Ásbjörn Björnsson heildsali, forstjóri, f. 22. júlí 1924 í Varmadal, d. 22. mars 2009.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.