Jónína Margrét Einarsdóttir (Borgarhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. október 2016 kl. 10:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. október 2016 kl. 10:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jónína Margrét Einarsdóttir (Borgarhól)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Margrét Einarsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, kjólasaumsmeistari frá Kvíárholti í Holtum, Rang. fæddist 26. nóvember 1887 og lést 28. nóvember 1959.
Foreldrar hennar voru Einar Pálsson bóndi, f. 23. október 1848 á Borg í Landsveit, d. 5. júní 1916 í Haga, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Mykjunesi í Holtum, húsfreyja, f. 13. febrúar 1853, d. 27. febrúar 1948.

Jónína lærði sauma á Eyrarbakka og fékk síðar meistarabréf í kjólasaum. Hún stundaði iðnina í Eyjum og Reykjavík.
Jónína lauk ljósmæðraprófi í Reykjavík 1911 og var skráð ljósmóðir í Efra-Holtaumdæmi frá 14. júlí 1911 til 30. maí 1930 og var að auki í Landmannaumdæmi 1913-1914.
Hún fluttist til Eyja frá Vík í Mýrdal 1921, stundaði saumaskap á Borgarhól 1922, og enn 1930, þá ekkja. Leigjandi á sama stað 1930 var Guðmundur Jóhannsson verkamaður. Einar Páll sonur hennar var með henni þessi ár, en í Landakoti á Vatnsleysuströnd 1930.
Kristmundur var kennari á Deildará í Mýrdal 1914-1922, bjó með fjölskyldunni á Borgarhól 1922 og enn 1925, en var í V-Landeyjum 1927-1928. Hann lést á Borgarhól 1929.
Jónína bjó með Guðmundi Jóhannssyni í Vetleifshólshelli 1933-1936 og á Háfshól í Djúpárhreppi 1936-1942. Hún var skrifuð fyrir búi þar 1939-1941. Þau hættu búskap 1942 og Jónína fluttist til Reykjavíkur þar sem hún bjó hjá syni sínum. Hún lést 1959.

Jónína Margrét átti tvo menn.
I. Fyrri maður hennar, (6. október 1918), var Kristmundur Jónsson kennari, f. 2. júlí 1873, d. 20. febrúar 1929.
Barn þeirra:
1. Einar Páll Kristmundsson kennari, málari í Reykjavík, f. 21. júlí 1921 í Vík í Mýrdal, d. 27. nóvember 1998.

II. Sambýlismaður Jónínu Margrétar var Guðmundur Jóhannsson verkamaður, bóndi, f. 15. september 1894 í Haga í Holtum, d. 5. desember 1993 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá.1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.