Jónína Jóhannsdóttir (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. janúar 2018 kl. 18:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. janúar 2018 kl. 18:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jónína Jóhannsdóttir (Vesturhúsum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Jóhannsdóttir húsfreyja, verkakona á Eystri Vesturhúsum fæddist 23. febrúar 1914 í Efri-Vatnahjáleigu (síðar Svanavatn) í A-Landeyjum og lést 20. ágúst 1962.
Foreldrar hennar voru Jóhann Jónsson bóndi í Efri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum, f. 22. okt. 1858, d. 3. maí 1929 og k.h. Jónína Steinunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. sept. 1876, d. 11. nóvember 1935.

Börn Jóhanns og Jónínu Steinunnar í Eyjum:
1. Guðmunda Hermannía Jóhannsdóttir húsfreyja á Auðsstöðum, Brekastíg 15b, f. 14. júlí 1907, d. 18. mars 1973.
2. Gíslný Jóhannsdóttir húsfreyja á Eystri-Vesturhúsum, f. 3. júlí 1911, d. 14. janúar 1993.
3. Jónína Jóhannsdóttir húsfreyja á Eystri-Vesturhúsum, f. 23. febrúar 1914, d. 20. ágúst 1962.

Jónína var með foreldrum sínum í æsku. Hún var komin til Eyja 1940 og bjó hjá Gíslnýju systur sinni á Vesturhúsum.
Þau Alfreð bjuggu saman á Eystri-Vesturhúsum, eignuðust fimm börn.
Jónína lést 1962 og Alfreð 1994.

I. Sambýlismaður Jónínu var Alfreð Washington Þórðarson tónlistarmaður, verkamaður, málari, f. 21. október 1912 í Reykjavík, d. 2. janúar 1994.
Börn þeirra:
1. Bjarnfríður Ósk verzlunarmaður í Hafnarfirði, f. 23. desember 1940.
2. Alfreð Óskar húsasmíðameistari í Eyjum, f. 21. júlí 1942.
3. Árný Freyja húsfreyja í Þorlákshöfn, f. 31. desember 1943.
4. Ármann Þráinn starfsmaður í Straumsvík, f. 31. desember 1943.
5. Jónína Steinunn í Hafnarfirði, ritari, f. 1. apríl 1945.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.