Jóna Ósk Gunnarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. mars 2019 kl. 18:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. mars 2019 kl. 18:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jóna Ósk Gunnarsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóna Ósk Gunnarsdóttir húsfreyja á Stapavegi 61 fæddist 6. júlí 1949 á Höfðabrekku.
Foreldrar hennar voru Gunnar Valgeir Kristinsson sjómaður, verkamaður, f. 27. nóvember 1915, d. 23. september 2001, og kona hans Jórunn Ingimundardóttir húsfreyja, f. 9. október 1923 á Eystra-Íragerði á Stokkseyri, d. 12. janúar 2007.

Jóna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk miðskólaprófi í Gagnfræðaskólanum 1965, var au-pair á Englandi í 8 mánuði eftir skóla, stundaði ýmis störf, fiskvinnslu og afgreiðslu.
Þau Guðmundur Þór giftu sig 1969, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu skamma stund á Brekastíg 19, þá á Faxastíg 45 frá 1969 til 1975, nema í Gosinu er þau áttu heimili á Nýbýlavegi 3 í Kópavogi. Þau fluttust 1975 í nýbyggt hús sitt að Höfðavegi 61, sem síðar varð Stapavegur 61 og búa þar.

I. Maður Jónu Óskar, (27. september 1969), er Guðmundur Þór Sigfússon pípulagningameistari, kaupmaður, f. 13. mars 1949 á Brimhólabraut 10.
Börn þeirra:
1. Sigfús Gunnar Guðmundsson bókari, f. 17. apríl 1968. Kona hans er Ásdís Steinunn Tómasdóttir.
2. Þórir Guðmundsson pípulagningamaður, f. 11. maí 1975. Sambýliskona hans var Elísabet Anna Traustadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.