Jón Vigfússon (Holti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. mars 2017 kl. 18:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. mars 2017 kl. 18:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|300px|Jón með bróður sínum [[Guðmundur Vigfússon|Guðmundi í júní 1982.]] '''Jón Vigfússon''' fæddist 22. júlí 1907 í Vestmannaeyjum og...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jón með bróður sínum Guðmundi í júní 1982.

Jón Vigfússon fæddist 22. júlí 1907 í Vestmannaeyjum og lést 9. september 1999. Hann var sonur hjónanna Guðleifar Guðmundssdóttur og Vigfúsar Jónssonar formanns í Holti. Hann var kvæntur Guðbjörgu Sigurðardóttur frá Stokkseyri.

Þann 13. febrúar 1928 strandaði vélbáturinn Sigríður VE undir Ofanleitishamri í vonskuveðri og brotnaði í spón. Skipverjar björguðust allir upp á syllu í berginu. Jón Vigfússon var vélstjóri á Sigríði og tókst honum að klífa hamarinn við hinar verstu aðstæður og sækja hjálp til bæja. Fyrir þetta einstæða afrek hlaut Jón verðlaun úr hetjusjóði Carnegies. Síðar var reistur minnisvarði um þetta afrek Jóns á þeim stað við Ofanleitishamar þar sem þessir atburðir áttu sér stað.

Myndir