Jón Sigurðsson (Stóra-Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. janúar 2017 kl. 20:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. janúar 2017 kl. 20:51 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Sigurðsson frá Gerði, síðar bóndi á Tjörnum u. Eyjafjöllum fæddist 24. mars 1857 í Túni og lést 5. apríl 1932.
Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi, sjómaður, f. 14. mars 1825 í Gularáshjáleigu í A-Landeyjum, fórst með þilskipinu Hansínu í mars 1863, og kona hans Járngerður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. september 1830 á Borgareyrum u. Eyjafjöllum, d. 23. desember 1876 á Skækli (Guðnastöðum) í A-Landeyjum.

Jón var með foreldrum sínum í bernsku, en hann missti föður sinn, er hann var 6 ára.
Hann fluttist í Landeyjar með móður sinni og systkinum 1864, var niðursetningur í Austurhjáleigu þar 1870, en móðir hans var þar vinnukona.
Jón var vinnumaður í Efri-Rotum u. Vestur-Eyjafjöllum 1880, bóndi í Seljalandsseli þar 1890 með Ólöfu og 4 börnum þeirra, bóndi á Tjörnum þar 1901 með Ólöfu og börnum. Við höfðu bæst Járngerður og Sigurjón, en Guðjón var látinn.
Þau bjuggu enn á Tjörnum 1910. Jón var lausamaður á Búðarhóli í A-Landeyjum 1920, en Ólöf skilin vinnukona á Tjörnum.
Jón lést 1932.

I. Kona Jóns, (6. október 1882, skildu), var Ólöf Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 27. nóvember 1852, d. 17. júlí 1930.
Börn þeirra:
1. Sigurður Jónsson, f. 25. apríl 1882, d. 6. apríl 1911.
2. Anna Jónsdóttir vinnukona á Tjörnum, f. 15. janúar 1883, d. 15. nóvember 1962.
3. Einar Jónsson bóndi á Tjörnum, f. 11. september 1887, d. 17. apríl 1967.
4. Guðjón Jónsson, f. 15. mars 1890, d. 6. janúar 1891.
5. Járngerður Jónsdóttir vinnukona á Tjörnum 1920, f. 23. desember 1891, d. 31. júlí 1974.
6. Eyjólfur Jónsson skipstjóri á Suðurnesjum og Akranesi, tvíburi móti Járngerði, f. 23. desember 1891, d. 21. ágúst 1967.
7. Sigurjón Jónsson úrsmiður í Reykjavík, f. 29. janúar 1897, d. 22. september 1969.

II. Barnsmóðir Jóns var Gyðríður Sveinsdóttir frá Helgusöndum u. Eyjafjöllum, síðar í Lambhaga, f. 1. október 1851, d. 29. janúar 1913.
Barn þeirra var
8. Árni Jónsson verslunarmaður, f. 12. apríl 1889, d. 21. júní 1963.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.