Jón S. Þórðarson (Hólmgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. maí 2020 kl. 15:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. maí 2020 kl. 15:27 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jón Sigurðsson Þórðarson.

Jón Sigurðsson Þórðarson frá Hólmgarði, skipasmiður, húsasmiður fæddist 17. júní 1921 í Pálsbúð og lést 7. maí 2017.
Foreldrar hans voru Þórður Jónsson bátsformaður, skipasmiður á Bergi, f. 10. júní 1887 á Gamla Hrauni á Eyrarbakka, d. 1. febrúar 1939, og barnsmóðir hans Guðrún Þórðardóttir frá Ormskoti í Fljótshlíð, þá verkakona í Pálsbúð, f. 31. ágúst 1881, d. 1. mars 1978.

Börn Guðrúnar:
Með Jóhannesi Olsen, þá í Vatnsdal:
1. Magnús Árni Ingimundsson Jóhannesson Olsen, f. 26. júlí 1908 í Landeyjum, var tökubarn í Péturshúsi 1910, í Stafholti 1912-dd., d. 14. ágúst 1917.
Með Tómasi Elíasi Brynjólfssyni:
2. Vilborg Guðbjörg Karlotta Tómasdóttir, f. 12. júlí 1912, d. 4. ágúst 1984. Hún var alin upp af Una Unasyni og Kristínu Ingimundardóttur í Hrútafellskoti, var síðast búsett í Reykjavík.
Með Ditlev Anton Olsen:
3. Tómasína Elín Olsen húsfreyja, f. 25. desember 1916, d. 20. febrúar 2006. Maður hennar var Aðalsteinn Gunnlaugsson skipstjóri og útgerðarmaður.
Með Þórði Jónssyni bátsformanni, skipasmiði á Bergi, f. 10. júní 1887 á Gamla Hrauni á Eyrarbakka, d. 1. febrúar 1939:
4. Jón Sigurðsson Þórðarson skipasmiður, f. 17. júní 1921, d. 7. maí 2017.

Börn Þórðar Jónssonar á Bergi:
Með konu sinni Jónínu Ástgeirsdóttur frá Litlabæ, húsfreyju, f. 4. júlí 1884, d. 8. mars 1917:
5. Andvana stúlkubarn, f. 19. ágúst 1916.
Með bústýru sinni Kristínu Guðjónsdóttur húsfreyju, f. 26. júlí 1889, d. 4. apríl 1982:
6. Jónína Ásta Þórðardóttir húsfreyja, f. 27. nóvember 1918, d. 28. september 1995.
7. Bergþóra Þórðardóttir húsfreyja, f. 16. mars 1924, d. 16. júlí 2004.
Með barnsmóður sinni Sigríði Guðmundsdóttir frá Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, síðar húsfreyja í Hamragörðum u. V-Eyjafjöllum, vinnukona hjá honum frá 1909, f. 13. ágúst 1886, d. 19. júní 1956:
8. Jóhann Gunnar Þórðarson, f. 9. mars 1919, d. 9. febrúar 1920.
4. (sjá ofar 4.) Jón Sigurðsson Þórðarson skipasmiður, f. 17. júní 1921, d. 7. maí 2017.
Með barnsmóður sinni Petrúnu Ólöfu Ágústsdóttur, (nefnd Petrína við jarðsetningu), síðast á Svalbarðseyri við Eyjafjörð, f. 14. maí 1898 á Nesi í Norðfirði, d. 5. mars 1985:
9. Sveinbjörg Alma Þórðardóttir, f. 22. desember 1925, d. 28. mars 1936 af Keflavíkurbrunanum.
Með konu sinni Kristbjörgu Stefánsdóttur húsfreyju, síðar í Skálanesi, f. 12. júlí 1896, d. 8. mars 1984:
10. Álfheiður Lára Þórðardóttir frá Skálanesi, húsfreyja, f. 26. febrúar 1928, d. 28. desember 2005.
11. Oddný Guðbjörg Þórðardóttir frá Skálanesi, húsfreyja, f. 15. ágúst 1929, d. 23. október 1998.
12. Ingibjörg Jónína Þórðardóttir frá Skálanesi, húsfreyja, f. 11. ágúst 1932.
13. Þóra Þórðardóttir frá Skálanesi, húsfreyja, f. 16. apríl 1939.

Jón var með móður sinni, í Pálsbúð, Hólmgarði og Hásteinsvegi 7.
Hann nam bátasmíði og starfaði við hana framan af ævinni en síðar lærði hann húsasmíði og starfaði eftir það við þá iðn.
Þau Stefanía giftu sig 1948, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hásteinsvegi 7, síðar á Boðaslóð 22. Stefanía lést 1991 .
Jón bjó síðar með Lilju Sigríði.
Þau dvöldu að Sólhlíð 19, en að síðustu í Hraunbúðum.
Jón lést 2017.

I. Kona Jóns, (19. júlí 1948), var Stefanía Stefánsdóttir frá Steinaborg í Berufirði, S-Múl., húsfreyja, f. 20. nóvember 1920, d. 22. maí 1991.
Börn þeirra:
1. Stefán Hermann Jónsson vélstjóri, Hrísmóum 4, Garðabæ, f. 19. ágús 1947. Ókv.
2. Sverrir Þór Jónsson bifvélavirki, f. 5. júlí 1948 á Hásteinsvegi 7, síðast á Selfossi, d. 11. maí 1969 í bifhjólaslysi.
3. Birgir Jónsson vélvirki, Skólavegi 31, f. 9. nóvember 1952. Sambýliskona var Mardís Malla Andersen og síðar Ólína Bragadóttir.
4. Elísabet Sigríður Jónsdóttir verkakona, býr í Danmörku, f. 25. desember 1957.
5. Guðrún Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, garðyrkjufræðingur, Brekkuási 9 í Hafnarfirði, f. 23. september 1960. Maður hennar er Hjalti Steinþórsson.
6. Bjartmar Jónsson sjúkraliði í Noregi, f. 4. júlí 1963. Kona hans er Liv Reidun Hegglan.

II. Sambýliskona Jóns var Lilja Sigríður Jensdóttir, f. 9. nóvember 1930.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 31. maí 2017. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.