Jón Pétursson (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. júlí 2019 kl. 11:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júlí 2019 kl. 11:23 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jón og fjölskylda.
Jón og Rósa.

Jón Pétursson var fæddur 21. júlí 1867 að Búðarhóli í Landeyjum og lést 18. júní 1932. Foreldrar Jóns voru Pétur Benediktsson, sem fluttist til Vestmannaeyja úr Voðmúlastaðasókn 1868 þá 27 ára að aldri, og Kristín Guðmundsdóttir, hjón í Þorlaugargerði eystra.

Kona Jóns var Rósa Eyjólfsdóttir frá Kirkjubæ. Börn þeirra voru Ármann, f. 15. des. 1900, d. 1. des. 1933, og Laufey. Fósturbörn þeirra voru Jón Guðjónsson frá Oddsstöðum, Guðfinna Sigbjörnsdóttir Björnssonar, og Ársól Svafa Sigurðardóttir, systurdóttir Jóns.

Jón fékk byggingu fyrir eystri Þorlaugargerðisjörðinni 1905 og hafði þar búskap. Hann bjó þar til dauðadags. Auk búskaparins stundaði Jón sjó og var formaður á áraskipum. Þá var hann annálaður fyrir bátasmíðar sínar, smíðaði t.d. alla þá báta sem Ofanbyggjarar notuðu við útræði sitt í Klaufinni og Höfðavík.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Jón Pétursson


Heimildir