Jón Magnússon (Stóra-Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2015 kl. 17:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2015 kl. 17:51 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Magnússon bóndi í A-Landeyjum og Stóra-Gerði fæddist 1750 á Úlfsstöðum í A-Landeyjum og lést 4. júlí 1836 á Skíðbakka þar.

Foreldrar Jóns voru Magnús Erlendsson bóndi í Hallgeirsey í A-Landeyjum, f. 1722, d. 31. janúar 1786, og kona hans Vigdís (líklega) Halldórsdóttir, f. 1719, d. 10. mars 1813.

Jón og Guðrún bjuggu á Kúfhóli í A-Landeyjum a.m.k. 1785-1788, á Bryggjum 1788-1792, í Krosshjáleigu (Hlaði) 1792-1802.
Þau voru komin að Stóra-Gerði 1803.
Jón var niðursetningur á Lágafelli í A-Landeyjum 1816.

I. Kona Jóns var Guðrún Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 1760, d. 10. mars 1828 í Brekkuhúsi.
Börn þeirra hér. Aðeins eitt barna þeirra fæddist í Eyjum og það dó úr ginklofa:
1. Brynjófur Jónsson, skírður 12. júlí 1785, d. 13. október 1785.
2. Brynjófur Jónsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 28. mars 1787, d. 10. október 1859, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur.
3. Helga Jónsdóttir, f. 10. ágúst 1788, d. 29. desember 1788.
4. Magnús Jónsson, f. 27. júní 1790, d. 3. júlí 1790.
5. Magnús Jónsson, f. 21. október 1791, d. 25. nóvember 1791.
6. Stígur Jónsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 2. apríl 1793, d. 8. mars 1838, kvæntur Oddrúnu Sigurðardóttur húsfreyju.
7. Eysteinn Jónsson, f. 1. janúar 1795, d. 25. október 1800.
8. Þorsteinn Jónsson, f. 12. júlí 1796, d. 17. júlí 1796.
9. Bjarni Jónsson, skírður 29. júlí 1799, d. 6. september 1799.
10. Helga Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 21. febrúar 21. febrúar 1801, d. 3. ágúst 1881, gift Gísla Ásmundssyni bónda.
11. Birgit Jónsdóttir, f. 7. október 1803 í Gerði, d. 12. október 1803 úr ginklofa.

II. Barnsmóðir Jóns var Guðrún Sigvaldadóttir vinnukona í Káragerði í A-Landeyjum, síðar húsfreyja í Hjálmholti, f. um 1774, d. 26. október 1834.
Barnið var
12. Guðmundur Jónsson, f. 19. júlí 1794, hefur líklega dáið ungur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.