Jón Magnússon (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. júní 2015 kl. 21:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. júní 2015 kl. 21:10 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Magnússonar húsmaður í Háagarði og sjávarbóndi í Stóra-Gerði fæddist 22. mars 1823 og lést 9. nóvember 1907.
Faðir hans var Magnús bóndi í Búðarhóls-Norðurhjáleigu í A-Landeyjum, skírður 18. janúar 1771, d. 16. júlí 1849, Nikulásson bónda í Búð í Þykkvabæ, f. 1724, d. 3. aprí 1790, Þorgilssonar bónda í Nýjabæ í Holtum, f. 1689, Ísólfssonar, og konu Þorgils, Guðnýjar húsfreyju, f. 1691, Erlendsdóttur.
Móðir Magnúsar bónda í Búðarhóls-Norðurhjáleigu og barnsmóðir Nikulásar í Búð var Valgerður, síðar húsfreyja í Skíðbakkahjáleigu í A-Landeyjum, f. 1740, Þorvaldsdóttir bónda í Fróðholtshjáleigu á Rangárvöllum, f. 1712, d. 9. nóvember 1793, Þorgautssonar, og e.t.v. Gróu, f. 1712, Kolgrímsdóttur.

Móðir Jóns í Háagarði og kona Magnúsar bónda var Kristín húsfreyja, f. 1780, Árnadóttir bónda í Hallgeirsey í A-Landeyjum, f. 1748, d. 15. október 1809, Magnússonar bónda á Kirkjulandi þar, f. 1702, á lífi 1763, Ólafssonar, og konu hans, Kristínar húsfreyju, f. 1712, d. 18. desember 1809, Jónsdóttur.
Móðir Kristínar í Búðarhóls-Norðurhjáleigu var Jódís húsfreyjs, f. 1741, Sigurðardóttir bónda, smiðs og skipsformanns á Búðarhóli þar, f. 1702, d. 29. maí 1783 í Þerney í Kollafirði, Þorkelssonar, og konu Sigurðar, Margrétar húsfreyju, f. 1709, Guðmundsdóttur.

Jón var bróðir Runólfs Magnússonar bónda í Stóra-Gerði, f. 22. febrúar 1818, d. 20. mars 1894, og Valgerðar Magnúsdóttur vinnukonu, f. 16. október 1806, d. 6. desember 1896.

Foreldrar Jóns brugðu búi 1834 og voru síðan hjá börnum sínum. Jón var þá 11 ára. Hann var hjá Þorvaldi bróður sínum á Krossi í A-Landeyjum 1835, 12 ára, 23 ára vinnumaður í Álfhólahjáleigu í V-Landeyjum 1845.
Hann var kominn til Eyja 1850 og var þá 27 ára ókvæntur vinnumaður hjá Runólfi bróður sínum í Stóra-Gerði, 33 ára ókvæntur vinnumaður í Stakkagerði 1855.
Hann var húsmaður í Háagarði 1860 með Halldóru og barninu Jóhönnu 4 ára.
1870 voru hjónin sjávarbændur og húsráðendur í Stóra-Gerði með börnin Jóhönnu 13 ára, Kristínu 9 ára og Sigríði 5 ára.
Þau voru húsfólk á Kirkjubæ 1877 með dæturnar Kristínu og Sigríði. Jón eignaðist barn, Unu, með Ólöfu Ólafsdóttur 1878, en hún var þá ekkja í Dölum. Þau Halldóra skildu og 1880 var hann vinnumaður í Nýjabæ hjá Þorsteini hreppstjóra og Kristínu Einarsdóttur og þar var hann enn hjá ekkjunni Kristínu 1890, 66 ára.
Að lokum var hann niðursetningur hjá Jónasi Helgasyni bónda og Steinvöru Guðrúnu Jónsdóttur húsfreyju í Nýjabæ.
Jón lést 1907.

I. Kona Jóns, (3. september 1858, skildu samvistir), var Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. október 1824, d. 3. júlí 1902.
Börn þeirra hér:
1. Jóhanna Jónsdóttir, f. 24. júlí 1857, drukknaði 13. júní 1872.
2. Guðrún Jónsdóttir, f. 20. október 1858, d. 29. október 1858 úr ginklofa.
3. Magnús Jónsson, f. 10. mars 1860, d. 6. apríl 1860 úr „barnaveiki“.
4. Kristín Jónsdóttir, f. 24. september 1861, d. 24. maí 1907.
5. Sigríður Jónsdóttir vinnukona, f. 28. nóvember 1864, d. 19. júlí 1888. Hún var á sveit í Norðurgarði 1880, vinnukona í Borg við andlát.

II. Barnsmóðir Jóns var Ólöf Ólafsdóttir húsfreyja, þá ekkja í Dölum.
Barn þeirra var
6. Una Jónsdóttir skáldkona á Sólbrekku, f. 31. janúar 1878, d. 29. febrúar 1960.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.