Jón Jónsson „eldri“ (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2015 kl. 13:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2015 kl. 13:38 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Jónsson bóndi og sjómaður á Vilborgarstöðum fæddist 1816 á Torfastöðum í Fljótshhlíð og lést 26. febrúar 1869 við Eyjar.
Faðir hans var Jón bóndi í Háakoti og á Torfastöðum, f. 1766 á Snjallsteinshöfða á Landi, d. 13. júní 1834, Magnússon bónda þar, f. 1719, á lífi 1767, Jónssonar bónda í Raftholti í Holtum og Snjallsteinshöfða, f. 1676, Þorbjörnssonar, og konu Jóns Þorbjörnssonar, Halldóru húsfreyju, f. 1679, á lífi 1729, Eiríksdóttur.
Móðir Jóns í Háakoti og kona Magnúsar bónda á Snjallsteinshöfða er ókunn.

Móðir Jóns á Vilborgarstöðum og kona Jóns í Háakoti var Þuríður húsfreyja, f. 1775 á Kirkjulæk í Fljótshlíð, Sigmundsdóttir bónda á Kirkjulæk 1801, f. 1750, d. 2. júní 1837, Björnssonar bónda í Syðri-Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyju, f. 1719, á lífi 1762, Þórarinssonar, og ókunnrar konu Björns.
Móðir Þuríðar og kona Sigmundar á Kirkjulæk var Guðrún húsfreyja, f. 1740, Jónsdóttir.

Jón var í vinnumennsku á Steinmóðarbæ u. Eyjafjöllum 1845. Hann var sjávarbóndi á Vilborgarstöðum 1855. Hann bjó á Vilborgarstöðum 1860 með Sigríði konu sinni og börnunum Vigdísi 16 ára, dóttur hennar og Jóns Sigurðssonar, og börnum þeirra Sigríðar, Elínu 7 ára og Sigurði 1 árs.

Jón lést af vosbúð og kulda nóttina 26. febrúar 1869 í Útilegunni miklu. (Sjá nánar (JGÓ).

Kona Jóns á Vilborgarstöðum, (9. ágúst 1852), var Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 1815 á Hafurbjarnarstöðum í Hvalsnessókn á Reykjanesi, d. 24. nóvember 1890. Hún var þá ekkja Jóns Sigurðssonar.
Börn þeirra Jóns Jónssonar hér:
1. Andvana barn f. 13. júlí 1853.
2. Elín Jónsdóttir vinnukona, f. 23. nóvember 1854, niðursetningur í Landlyst 1870, vinnukona á Vilborgarstöðum 1880.
3. Jóhanna Jónsdóttir, f. 27. september 1857, d. 14. október 1857 úr ginklofa.
4. Sigurður Jónsson verkamaður á Löndum, f. 29. október 1859, d. 10. ágúst 1932. Kona hans var Ástríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1857, d. 20. júlí 1919.
5. Stjúpdóttir Jóns, (dóttir Sigríðar og Jóns Sigurðssonar), var Vigdís Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 10. júní 1845. Hún var gift Árna Árnasyni bónda og sjómanni á Vilborgarstöðum. Hann fórst með Gauki við Klettsnef 1874. Vigdís fluttist til Utah 1880. Þau Árni voru föðurforeldrar Árna Árnasonar símritara.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.