Jón Guðmundsson (Núpakoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2015 kl. 12:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2015 kl. 12:19 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Guðmundsson sjómaður frá Núpakoti undir Eyjafjöllum fæddist 25. september 1850 í Þjóðólfshaga í Holtum og drukknaði 26. febrúar 1869,
Foreldrar hans voru Margrétar Halldórsdóttur vinnukona, síðari húsfreyja á Oddsstöðum og í Borg, f. 16. janúar 1832, d. 15. febrúar 1919, og Guðmundur Þórðarson vinnumaður í Þjóðólfshaga.

Jón mun hafa komið til sjóróðra frá Núpakoti. Hann var skipverji á Blíð, er hann fórst við Bjarnarey 26. febrúar 1869.
Þeir, sem fórust við Bjarnarey voru:
1. Jón Jónsson lóðs á Vilborgarstöðum, formaður. Kona hans var Veigalín Eiríksdóttir frá Gjábakka.
2. Eiríkur Hansson bóndi á Gjábakka.
3. Jón, sonur Eiríks Hanssonar, 21 árs.
4. Rósinkranz, sonur Eiríks Hanssonar.
5. Guðni Guðmundsson smiður í Fagurlyst, verðandi tengdasonur Eiríks Hanssonar, sambýlismaður Málfríðar Eiríksdóttur.
6. Snjólfur Þorsteinsson, vinnumaður í Görðum við Kirkjubæ unnusti Þorgerðar Gísladóttur.
7. Bjarni Magnússon bóndi á Kirkjubæ, maður Þóru Jónsdóttur.
8. Jósep Sveinsson vinnumaður í Háagarði.
9. Jón Guðmundsson frá Núpakoti undir Eyjafjöllum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.